Hestamannafélagið Geysir Ásmundur Ernir og Hlökk í dúndur einkunn

  • 10. maí 2024
  • Fréttir

Ásmundur Ernir og Hlökk á LM2022

WR íþróttamót Geysis

Forkeppni í slaktaumatölti T2 fór fram í gær á WR íþróttamóti Geysis í þremur flokkum, meistara-, ungmenna og unglingaflokki.

Ásmundur Ernir Snorrason og Hlökk frá Strandarhöfði áttu frábæra sýningu í forkeppni og uppskáru einkunnina 8,37. Sú einkunn skilaði þeim í fyrsta sæti. Í öðru sæti er Viðar Ingólfsson á Þormari frá Neðri-Hrepp með 7,93 í einkunn og í því þriðja Arnhildur Helgadóttir á Frosta frá Hjarðartúni með 7,50.

Elva Rún Jónsdóttir og Ás frá Hofsstöðum í Garðabæ leiða keppni unglinga með 6,17 í einkunn og í ungmennaflokki hlaut Anna María Bjarnadóttir og Birkir frá Fjalli 5,57.

Meistaraflokkur

Sæti Keppandi Heildareinkunn
1 Ásmundur Ernir Snorrason / Hlökk frá Strandarhöfði 8,37
2 Viðar Ingólfsson / Þormar frá Neðri-Hrepp 7,93
3 Arnhildur Helgadóttir / Frosti frá Hjarðartúni 7,50
4 Elvar Þormarsson / Djáknar frá Selfossi 7,33
5 Viðar Ingólfsson / Fjölnir frá Hólshúsum 7,27
6 Ólafur Andri Guðmundsson / Draumur frá Feti 7,17
7 Lena Zielinski / Lína frá Efra-Hvoli 7,00
8 Carolin Annette Boese / Freyr frá Kvistum 6,97
9 Hjörvar Ágústsson / Gýmir frá Skúfslæk 6,93
10-11 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir / Assa frá Margrétarhofi 6,53
10-11 Hákon Dan Ólafsson / Sólfaxi frá Reykjavík 6,53

Ungmennaflokkur

Sæti Keppandi Heildareinkunn
1 Anna María Bjarnadóttir / Birkir frá Fjalli 5,57

Unglingaflokkur

Sæti Keppandi Heildareinkunn
1 Elva Rún Jónsdóttir / Ás frá Hofsstöðum, Garðabæ 6,17
2 Unnur Rós Ármannsdóttir / Ástríkur frá Hvammi 6,10
3 Anton Óskar Ólafsson / Gosi frá Reykjavík 5,77
4 Apríl Björk Þórisdóttir / Sikill frá Árbæjarhjáleigu II 5,63
5-6 Elísabet Líf Sigvaldadóttir / Askja frá Garðabæ 5,33
5-6 Friðrik Snær Friðriksson / Vallá frá Vallanesi 5,33

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar