Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum Ásmundur og Hlökk lönduðu sigri

  • 6. febrúar 2025
  • Fréttir
Glæsilegri slaktaumatöltskeppni er lokið í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum.

Ásmundur Ernir Snorrason landaði sínum fyrsta sigri í Meistaradeildinni en þau Hlökk áttu glæsilega forkeppni og stóðu efst eftir forkeppni með 8,47. Þau sigldu síðan úrslitin af öryggi og lönduðu gullinu með einkunnina 8,12. Dýrmæt stig fyrir Ásmund sem hefur nú tekið forustuna í einstaklingskeppninni með 19 stig.

Í öðru sæti varð Arnhildur Helgadóttir á Frosta frá Hjarðartúni og í því þriðja varð Helga Una Björnsdóttir á Ósk frá Stað en þær kepptu báðar fyrir lið Hjarðartúns sem var stigahæst í kvöld með 53,5 stig. Jakob Svavar Sigurðsson og Hrefna frá Fákshólum kepptu einnig fyrir liðið og enduðu rétt við A úrslitin.

 

Lið Hjarðartúns vann liðaplattann í slaktaumatöltinu. Þau Arnhildur Helgadóttir, Jakob Svavar Sigurðsson, Hans Þór Hilmarsson og Helga Una Björnsdóttir veittu plattanum viðtöku.

 

Ásmundur leiðir einstaklingskeppnina, Aðalheiður er önnur með 18 stig og þriðji er Jón Ársæll Bergmann með 13,5. Sumarliðabær leiðir liðakeppnina með 84,5 stig, Hjarðartún er þar á eftir með 76 stig og þriðja er lið Hrímnis/Hest.is með 69,5 stig.

Hér fyrir neðan eru niðurstöður úr forkeppni og A úrslitum.

Tölt T2 – A úrslit
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Ásmundur Ernir Snorrason Hlökk frá Strandarhöfði 8,12
2 Arnhildur Helgadóttir Frosti frá Hjarðartúni 7,92
3 Helga Una Björnsdóttir Ósk frá Stað 7,88
4 Teitur Árnason Hrafney frá Hvoli 7,54
5 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Flóvent frá Breiðstöðum 7,38
6 Eyrún Ýr Pálsdóttir Drangur frá Steinnesi 7,17

Tölt T2 – Forkeppni
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Ásmundur Ernir Snorrason Hlökk frá Strandarhöfði 8,47
2 Arnhildur Helgadóttir Frosti frá Hjarðartúni 8,03
3 Teitur Árnason Hrafney frá Hvoli 7,63
4-5 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Flóvent frá Breiðstöðum 7,57
4-5 Helga Una Björnsdóttir Ósk frá Stað 7,57
6-8 Eyrún Ýr Pálsdóttir Drangur frá Steinnesi 7,50
6-8 Jón Ársæll Bergmann Díana frá Bakkakoti 7,50
6-8 Jakob Svavar Sigurðsson Hrefna frá Fákshólum 7,50
9-10 Hanne Oustad Smidesang Tónn frá Hjarðartúni 7,43
9-10 Gústaf Ásgeir Hinriksson Draumur frá Feti 7,43
11 Þorgeir Ólafsson Náttrún frá Þjóðólfshaga 1 7,17
12 Védís Huld Sigurðardóttir Skorri frá Skriðulandi 7,13
13 Jóhanna Margrét Snorradóttir Gýmir frá Skúfslæk 7,03
14 Sigurður Vignir Matthíasson Kostur frá Þúfu í Landeyjum 7,00
15 Sara Sigurbjörnsdóttir Hátíð frá Garðsá 6,70
16 Viðar Ingólfsson Vonandi frá Halakoti 6,53
17 Bylgja Gauksdóttir Askja frá Garðabæ 6,50
18 Glódís Rún Sigurðardóttir Ottesen frá Ljósafossi 6,43
19 Flosi Ólafsson Sunna frá Haukagili Hvítársíðu 5,77
20-21 Konráð Valur Sveinsson Kastor frá Garðshorni á Þelamörk 5,30
20-21 Ástríður Magnúsdóttir Steinar frá Stíghúsi 5,30
22 Jóhann Kristinn Ragnarsson Kjarnveig frá Dalsholti 4,67

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar