Hestamannafélagið Geysir Ásmundur vann slaktaumatöltið í meistaraflokki

  • 11. maí 2024
  • Fréttir

Hlökk frá Strandarhöfði og Ásmundur Ernir Snorrason

Úrslitakeppni er hafin á WR íþróttamóti Geysis en fyrstu úrslit voru í slaktaumatölti T2 í meistara- og unglingaflokki.

Ásmundur Ernir Snorrason og Hlökk frá Strandarhöfði unnu úrslitin í meistaraflokki nokkuð örugglega með 8,38 í einkunn. Þau hlutu m.a. tvær 9,0 fyrir tölt á frjálsum hraða og eina fyrir hægt tölt. Gott veganesti inn í sumarið.

Annar varð Viðar Ingólfsson á Fjölnir frá Hólshúsum en þetta var frumraun þeirra saman í slaktaumatölti. Uppskáru þeir 7,75 í einkunn sem er ekki amaleg byrjun það. Í þriðja varð Arnhildur Helgadóttir á Frosta frá Hjarðartúni með 7,42 í einkunn en þetta er fyrsta keppnistímabilið þeirra en þau enduðu í 2. sæti í sömu grein í 1. deildinni í vetur.

Í unglingaflokki var það Anton Óskar Ólafsson á Gosa frá Reykjavík sem bar sigur úr bítum með 6,38 í einkunn. Í öðru varð Elva Rún Jónsdóttir á Ás frá Hofsstöðum, Garðabæ með 6,21 í einkunn og þriðja Apríl Björk Þórisdóttir á Sikil frá Árbæjarhjáleigu II með einkunnina 6,17.

 

Verðlaunahafar í slaktaumatölti T2 í unglingaflokki

 

Slaktaumatölt T2 – A úrslit – Meistaraflokkur
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Ásmundur Ernir Snorrason Hlökk frá Strandarhöfði 8,38
2 Viðar Ingólfsson Fjölnir frá Hólshúsum 7,75
3 Arnhildur Helgadóttir Frosti frá Hjarðartúni 7,42
4 Carolin Annette Boese Freyr frá Kvistum 7,04
5 Hjörvar Ágústsson Gýmir frá Skúfslæk 6,75
6 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Assa frá Margrétarhofi 0,00

Slaktaumatölt T2 – A úrslit – Unglingaflokkur
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Anton Óskar Ólafsson Gosi frá Reykjavík 6,38
2 Elva Rún Jónsdóttir Ás frá Hofsstöðum, Garðabæ 6,21
3 Apríl Björk Þórisdóttir Sikill frá Árbæjarhjáleigu II 6,17
4 Friðrik Snær Friðriksson Vallá frá Vallanesi 5,79
5 Elísabet Líf Sigvaldadóttir Askja frá Garðabæ 5,71
6 Unnur Rós Ármannsdóttir Ástríkur frá Hvammi 5,08

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar