Átta hross hlutu úrvalseinkunn fyrir hægt stökk
Nú þegar kynbótasýningum ársins er lokið er gaman að renna yfir “níufimmur og tíur ársins” í einstökum eiginleikum. Næsti eiginleiki og jafnframt sá síðasti sem við tökum fyrir hér á vef Eiðaxa er eiginleikinn hægt stökk.
Hægt stökk skal sýnt á 100 metra kafla fyrir miðju brautar. Hraði á hægu stökki er um 7 m/sek. Fyrir hinar hærri einkunnir (9,0 eða hærra) þarf hesturinn að geta lyft sér upp í jafnvægisgott hægt stökk af feti eða milliferðar tölti/brokki. Sýning á bæði hægra og vinstra stökki sem og að hesturinn haldi jafnvægi og burði þegar slakað er á taum eru verkefni sem vegið geta til hækkunar á einkunn séu þau vel framkvæmd af hestinum.
Átta hross hlutu úrvalseinkunn fyrir hægt stökk í ár en þau voru öll sýnd á Íslandi. Ekkert þeirra hlaut einkunnina 10 heldur hlutu þau öll 9,5. Þeirra yngst er Ragna frá Sumarliðabæ 2 en hún er 4.vetra gömul. Þeir Draupnir frá Stuðlum og Kveikur frá Stangarlæk 1 eiga tvö afkvæmi á listanum.
Nafn | Uppruni í þgf. | Faðir | Móðir |
Hrafn | Oddsstöðum I | Viti frá Kagaðarhóli | Elding frá Oddsstöðum |
Drangur | Steinnesi | Draupnir frá Stuðlum | Ólga frá Steinnesi |
Hulinn | Breiðstöðum | Kveikur frá Stangarlæk 1 | Díana frá Breiðstöðum |
Pandóra | Þjóðólfshaga 1 | Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum | Pyttla frá Flekkudal |
Perla | Grund II | Draupnir frá Stuðlum | Grund frá Grund II |
Svarti-Skuggi | Pulu | Vegur frá Kagaðarhóli | Sóldís frá Pulu |
Ragna | Sumarliðabæ 2 | Rauðskeggur frá Kjarnholtum 1 | Flauta frá Einhamri 2 |
Senía | Breiðstöðum | Kveikur frá Stangarlæk 1 | Manía frá Breiðstöðum |