Suðurlandsdeildin Auður og Stella unnu fjórganginn í Suðurlandsdeildinni

  • 18. mars 2025
  • Fréttir

Stigahæsta lið kvöldsins var lið Krappa en þau Auður, Lea, Kristín og Sigrður Sigurðarson kepptu fyrir liðið í kvöld. 

Í kvöld var keppt í fjórgangi í Suðurlandsdeild SS í hestaíþróttum.

Keppt er í áhugamanna- og atvinnumannaflokki. Forkeppnin er riðin saman og síðan er þessu skipt í tvenn a úrslit.

Stella Sólveig Pálmarsdóttir vann atvinnumannaflokkinn á Stimpil frá Strandarhöfði með 7,13 í einkunn. Í öðru sæti voru jöfn Ólafur Þórisson á Fáfni frá Miðkoti og Lea Schell á Húna frá Efra-Hvoli með 6,90 í einkunn.

Í flokki áhugamanna var það Auður Stefánsdóttir sem vann með 6,80 í einkunn en hún sat Runna frá Vindási. Annar varð Kristín Ingólfsdóttir á Ásvari frá Hamrahóli með 67 í einkunn og í því þriðja voru jafnar Svandís Aitken Sævarsdóttir á Huld frá Arabæ og Malou Bertelsen á Ása frá Hásæti með 6,60 í einkunn.

Stigahæsta lið kvöldsins var lið Krappa en þau Auður, Lea, Kristín og Sigrður Sigurðarson kepptu fyrir liðið í kvöld.

Staðan í liðakeppninni
  1. Vöðlar / Snilldarverk 153
  2. Krappi 143.5
  3. Miðkot / Skeiðvellir 134.5
  4. Kirkjubær / Strandarhjáleiga 118
  5. Mjósyndi – Kolsholt 117.5
  6. RH endurskoðun 115
  7. Syðri-Úlfsstaðir / Traðarás 114
  8. Svanavatnsborg 99.5
  9. Kastalabrekka 95
  10. Dýralæknar Sandhólaferju 82
  11. Hydroscand ehf 82

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar