Auglýst eftir lánshrossum

Hestamannafélagið Sleipnir leitar eftir fjórum hrossum til láns fyrir félagshesthús félagsins en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.
„Átt þú hest sem verður ekki í notkun í vetur og hentar í barnastarf? Við erum að fara af stað með vetrarstarfið í félagshesthúsi Sleipnis þar sem börn læra umhirðu hrossa og hestaíþróttir undir leiðsögn fagfólks. Hestar í félagshesthúsinu frá góða umhirðu og utanumhald. Við förum yfir hvern hest í upphafi annar með dýralækni, skoðum tennur, ormahreinsum og tékkum hvort þörf er á skaufahreinsun. Hrossin fá svo umhyggju og góða umhirðu meðan þau eru hjá okkur,“ segir í tilkyninngunni.
Ef þú átt hross sem passar í verkefnið máttu endilega hafa samband á netfangið sleipnir@sleipnir.is