Auglýst eftir liðum í Meistaradeildina fyrir árið 2026

Lokafrestur til að skila inn umsókn var 30. ágúst 2025 en stjórn hefur ákveðið að lengja þann frest til 20. september næstkomandi.
Umsókn skal senda á netfangið info@meistaradeild.is.
Í umsókn þarf að koma skýrt fram hverjir eru liðseigendur og hverjir eru knapar liðsins.
Lið með sjálfkrafa þátttökurétt árið 2026:
- Ganghestar / Margrétarhof
- Hestvit / Árbakki
- Hjarðartún
- Hrímnir / Hest.is
- Sumarliðabær
- Top Reiter
Athugið: Lið sem eiga sjálfkrafa þátttökurétt þurfa einnig að staðfesta þátttöku með því að senda tölvupóst á info@meistaradeild.is fyrir 20. september 2025 ásamt að taka fram sína liðsfélaga.
Leikreglur Meistaradeildarinnar má nálgast á heimasíðu deildarinnar – þær má finna með því að smella HÉR