Svíþjóð Bakkus efstur í Romme

  • 21. maí 2025
  • Fréttir

Bakkus från Gunnarsbo og Máni Hilmarsson. Ljósmynd: Sandra J Nordin

14 hross hlutu 1.verðlaun

Kynbótasýningu sem fram fór í Romme í Svíþjóð lauk nú í morgun með yfirlitssýningu. 38 hross mættu til dóms og þar af 36 til fullnaðardóms af þeim hlutu 14 yfir 8,00 og 1.verðlaun. Dómarar sýningarinnar voru þau Arnar Bjarki Sigurðarson, Heiðrún Sigurðardóttir og Óðinn Örn Jóhannsson.

Hæst dæmda hross sýningarinnar var 5 vetra gamall stóðhestur, Bakkus från Gunnarsbo, sýndur af Mána Hilmarssyni. Bakkus er undan Óðni vom Habichtswald og Lyftingu frá Lynghóli. Hlaut hann fyrir sköpulag 8,22, fyrir hæfileika 8,35 og í aðaleinkunn 8,30. Hlaut hann m.a. einkunnina 9,0 fyrir tölt, hægt stökk og fegurð í reið.

Hæst dæmda hryssa sýningarinnar var afar athyglisverð fimm vetra gömul klárhyssa, Bella från Segersgarden sem meðal annars hlaut 9,5 fyrir fegurð í reið og 9,0 fyrir tölt, hægt tölt, greitt stökk og samstarfsvilja. Bella er undan Fim frá Selfossi og Björk frá Enni.

Albróðir Bellu vakti einnig athygli. Sá heitir Garður från Segersgården og er hann sex vetra gamall. Hann hlaut einnig góðan dóm sem klárhesstur með 9,0 fyrir tölt, brokk, samstarfsvilja og fegurð í reið. Einnig sýndur af Erlingi Erlingssyni

Garður og Erlingur Erlingsson Ljósmynd: Sandra J Nordin

 

Hross á þessu móti Sköpulag Hæfileikar Aðaleinkunn Sýnandi
SE2020118999 Bakkus från Gunnarsbo 8.22 8.35 8.3 Máni Hilmarsson
SE2018124044 Kolskeggur från Gunvarbyn 8.38 8.24 8.29 Elsa Teverud
SE2019111031 Garður från Segersgården 8.45 8.16 8.26 Erlingur Erlingsson
IS2015157651 Gustur frá Stóra-Vatnsskarði 8.4 8.18 8.26 Erlingur Erlingsson
SE2020211019 Bella från Segersgården 8.22 8.22 8.22 Erlingur Erlingsson
IS2018186212 Björgúlfur frá Þverholti 8.51 8 8.18 Fredrik Rydström
IS2020157005 Drífandi frá Sauðárkróki 8.35 7.99 8.12 Máni Hilmarsson
SE2017224905 Líf från Varvsberget 8.1 8.12 8.12 Fredrik Rydström
IS2020101611 Draumur frá Kringlulandi 8.28 8.02 8.11 Erlingur Erlingsson
SE2018227010 Orka från Prästgården 8.36 7.96 8.1 Máni Hilmarsson
SE2020124989 Styrkur från Sundsby 8.24 7.92 8.03 Berglind Rósa Guðmundsdóttir
IS2020187571 Kató frá Austurási 8.23 7.92 8.03 Máni Hilmarsson
SE2019128004 Farði från Esking 8.03 8.01 8.02 Erlingur Erlingsson
SE2018227000 Saga från Sundstorp 7.88 8.08 8.01 Máni Hilmarsson
SE2019211014 Ásta Björnsdóttir från Lindhof 8.36 7.78 7.99 Berglind Rósa Guðmundsdóttir
IS2019156115 Kjaran frá Hofi 8.51 7.68 7.97 Máni Hilmarsson
SE2019227009 Spá från Prästgården 7.87 8.02 7.97 Daníel Ingi Smárason
SE2019227001 Von från Hensgård 8.11 7.87 7.95 Emma Karlsson
SE2019211030 Mandla från Segersgården 8.13 7.85 7.95 Erlingur Erlingsson
IS2020201612 Rauðhetta frá Kringlulandi 8.33 7.72 7.94 Erlingur Erlingsson
NO2020104187 Keimur fra Frøberg 8.21 7.72 7.89 Erlingur Erlingsson
SE2018230004 Litla Þerna från Stenrike 7.98 7.85 7.89 Gudmundur Einarsson
SE2018130016 Laki från Adalgården 8.34 7.62 7.87 Máni Hilmarsson
SE2020214001 Svala från Oxhagen 7.87 7.79 7.82 Máni Hilmarsson
SE2014106152 Atlas från Åleby 8 7.68 7.79 Gudmundur Einarsson
SE2020214000 Falsetta från Axnäs Östergården 8.19 7.52 7.76 Erlingur Erlingsson
SE2019129001 Niðarós från Flöttjangården 8.31 7.4 7.72 Máni Hilmarsson
SE2018211012 Sólrós från Kungsholmen 8.16 7.46 7.71 Julia Wendéus
SE2017213906 Elektra från Bärby 7.56 7.65 7.62 Erlingur Erlingsson
SE2020215018 Litla-Bláklukka från Blesagården 8.1 7.25 7.55 Elsa Teverud
SE2020211997 Eyra från Artinge 7.69 7.42 7.51 Anne-Marie Röst
SE2019230002 Hilda från Stenbjar 7.76 7.36 7.5 Siri Bastman
SE2017229907 Þjóðhátíð från Främshyttan 7.41 7.27 7.32 Lindström-Arnarsson, Freja
SE2020229009 Eldvík från Viby 7.51 6.85 7.08 Klara Nydahl
SE2020229011 Vargöld från Viby 7.07 6.89 6.96 Klara Nydahl
SE2020129006 Basti från Viby 7.41 6.67 6.93 Klara Nydahl
SE2019214004 Leira från Engelberg 8.11 Fredrik Rydström
SE2021231002 Vísa från Slätterne 8.15 Jamila Berg

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar