Bakkus efstur í Romme

Bakkus från Gunnarsbo og Máni Hilmarsson. Ljósmynd: Sandra J Nordin
Kynbótasýningu sem fram fór í Romme í Svíþjóð lauk nú í morgun með yfirlitssýningu. 38 hross mættu til dóms og þar af 36 til fullnaðardóms af þeim hlutu 14 yfir 8,00 og 1.verðlaun. Dómarar sýningarinnar voru þau Arnar Bjarki Sigurðarson, Heiðrún Sigurðardóttir og Óðinn Örn Jóhannsson.
Hæst dæmda hross sýningarinnar var 5 vetra gamall stóðhestur, Bakkus från Gunnarsbo, sýndur af Mána Hilmarssyni. Bakkus er undan Óðni vom Habichtswald og Lyftingu frá Lynghóli. Hlaut hann fyrir sköpulag 8,22, fyrir hæfileika 8,35 og í aðaleinkunn 8,30. Hlaut hann m.a. einkunnina 9,0 fyrir tölt, hægt stökk og fegurð í reið.
Hæst dæmda hryssa sýningarinnar var afar athyglisverð fimm vetra gömul klárhyssa, Bella från Segersgarden sem meðal annars hlaut 9,5 fyrir fegurð í reið og 9,0 fyrir tölt, hægt tölt, greitt stökk og samstarfsvilja. Bella er undan Fim frá Selfossi og Björk frá Enni.

Albróðir Bellu vakti einnig athygli. Sá heitir Garður från Segersgården og er hann sex vetra gamall. Hann hlaut einnig góðan dóm sem klárhesstur með 9,0 fyrir tölt, brokk, samstarfsvilja og fegurð í reið. Einnig sýndur af Erlingi Erlingssyni

Garður og Erlingur Erlingsson Ljósmynd: Sandra J Nordin