Bárður frá Sólheimum fer í hólf á Kirkjubæ

Bárður frá Sólheimum fer í hólf á Kirkjubæ eftir helgi og enn eru nokkur laus pláss. Allar hryssur sem áttu pantað mega koma á sunnudaginn. Tollurinn kostar 175.000 isk m.öllu. Hægt að hafa samband við Hjörvar 8480625
Bárður er myndarlegur og fríður hestur með 8,47 fyrir byggingu og 8,34 fyrir hæfileika (8,95 án skeiðs). Bárður er áhugaverður hestur í ræktun fyrir þá sem leitast eftir miklum fótaburði, mýkt, léttleika og frábæru geðslagi. Afkvæmin eru háfætt, mjög fríð og fara um á öllum gangi, mjúk og skrefmikil.
Bárður byrjaði einnig sinn keppnisferil mjög vel og sannaði það með því að komast í A úrslit í slaktaumatölt T2 í meistaraflokki á nýafstöðnu Reykjavíkurmeistaramóti.
F: Barði frá Laugarbökkum🥇
FM: Birta frá Hvolsvelli🥇
FF: Þokki frá Kýrholti 🥇
M: Bylgja frá Sólheimagerði🥇
MM: Ösp frá Teigi II 🥇
MF: Keilir frá Miðsitju
