Beint streymi frá kynbótasýningum RML

  • 3. maí 2021
  • Fréttir

Á myndinni eru talið frá vinstri:  Karvel L Karvelsson framkvæmdastjóri RML, Elsa Albertsdóttir ræktunarleiðtogi íslenska hestsins hjá RML, Ragnar Bragi Sveinsson rekstrarstjóri OZ og Alendis, Edda Hrund, framkvæmdastjóri Alendis.

Sú nýbreytni verður tekin upp, að streymt verður frá öllum kynbótasýningunum vor/sumar 2021 og þær síðan aðgengilegar í vefsíðu/appi Alendis. RML mun fá afhentar niðurklipptar sýningar af 170 hæst dæmdu hrossum í sínum flokki, auk þess að fá aðgengi að öllu öðru efni.

Það hefur verið kallað eftir þessu af greininni sjálfri og jókst þessi umræða mjög eftir að farið var í samstarf við Eiðfaxa í fyrra en þá var  streymt frá yfirlitssýningum en annað efni tekið upp. Kom það til vegna þess að Landsmót féll niður og nauðsynlegt þótti að eiga efni af allavega hæst dæmdu hrossunum í sínum flokki.

Þetta samstarfsverkefni Alendis og RML er tilraunarverkefni og þeir sem skrá hross inn á kynbótasýningar þurfa að gefa upplýst samþykki fyrir því að upptökurnar verði notaðar en allri sýningunni verður streymt. Þessvegna hefur verið bætt í skráningarformið hvort viðkomandi aðili veiti upplýst samþykki eða ekki. Upptökur eru ekki notaðar ef upplýst samþykki fæst ekki. Ógildar sýningar fara heldur ekki í dreifingu. Sé vilji til þess að taka sýningu úr dreifingu eftir á er það rætt við Allendis.

Við vonumst til að ræktendur fagni þessu framtaki og taki þessari nýbreytni vel sem ætluð er til að auka aðgengi að bæði sýningum og öflun gagna fyrir ræktunarstarfið. Meðfylgjandi er mynd, tekin við undirritun samnings síðastliðinn föstudag.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<