Bestu skeiðhross landsins á Selfossi í dag

Nú er orðið ljóst hvaða knapar og hestar mæta til leiks en dregið var í ráslista í beinni útsendingu á Eiðfaxa TV í gær og megum við svo sannarlega vera spennt fyrir deginum.
Það er ljóst að bestu skeiðhross landsins eru að mæta á Selfoss til að berjast um titil í bæði gæðinga- og 150 m. skeiði. Í fyrra voru það Konráð Valur Sveinsson á Kastori frá Garðshorni á Þelamörk sem vann gæðingaskeiðið og Gústaf Ásgeir Hinriksson á Sjóði frá Þóreyjarnúpi sem vann 150 m. skeiðið. Þeir mæta báðir til leiks á morgun og ætla sér eflaust að leika sama leik í ár.
Það eru ótrúlega sterk hross að mæta til leiks sem munu ekki gefa neitt eftir og eru líkleg til sigurs – til að mynda eru Landsmótssigurvegarar í gæðingaskeiði frá því í sumar, Hinrik Bragason og Trú frá Árbakka og Íslandsmeistararnir í 150 m. skeiði Konráð Valur Sveinsson og Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu.
Ekki missa af þessu en eins og áður sagði hefst mótið kl. 13:00 á Brávöllum á Selfossi
Fyrir þá sem ekki eiga heimangengt geta horft á keppnina í beinni útsendingu á Eiðfaxa TV en það er um að gera að tryggja sér áskrift sem fyrst.
Ráslisti – Gæðingaskeið
Gústaf Ásgeir Hinriksson | Eik frá Efri-Rauðalæk | Hestvit / Árbakki | |
Konráð Valur Sveinsson | Kastor frá Garðshorni á Þelamörk | Topreiter | |
Sigurður V. Matthíasson | Hlekkur frá Saurbæ | Ganghestar / Margrétarhof | |
Hans Þór Hilmarsson | Penni frá Eystra-Fróðholti | Hjarðartún | |
Benjamín Sandur Ingólfsson | Álfatýr frá Skíðbakka I | Sumarliðabær | |
Hanna Rún Ingibergsdóttir | Sirkus frá Garðshorni á Þelamörk | Fet / Pula | |
Sigurður Sigurðarson | Rauðskeggur frá Kjarnholtum I | Hrímnir / Hest.is | |
Hinrik Bragason | Trú frá Árbakka | Hestvit / Árbakki | |
Jón Ársæll Bergmann | Harpa frá Höskuldsstöðum | Sumarliðabær | |
Daníel Gunnarsson | Strákur frá Miðsitju | Ganghestar / Margrétarhof | |
VILLIKÖTTUR | Hjarðartún | ||
Bjarni Jónasson | Eðalsteinn frá Litlu-Brekku | Fet / Pula | |
Eyrún Ýr Pálsdóttir | Heiða frá Skák | Topreiter | |
Ásmundur Ernir Snorrason | Askur frá Holtsmúla 1 | Hrímnir / Hest.is | |
Aðalheiður A. Guðjónsdóttir | Erla frá Feti | Ganghestar / Margrétarhof | |
Jakob Svavar Sigurðsson | Jarl frá Kílhrauni | Hjarðartún | |
Þorgeir Ólafsson | Mjallhvít frá Sumarliðabæ 2 | Sumarliðabær | |
Árni Björn Pálsson | Álfamær frá Prestsbæ | Topreiter | |
Jóhann Ragnarsson | Þórvör frá Lækjarbotnum | Fet / Pula | |
Viðar Ingólfsson | Sjafnar frá Skipaskaga | Hrímnir / Hest.is | |
Jóhanna Margrét Snorradóttir | Prins frá Vöðlum | Hestvit / Árbakki |
Ráslisti – 150 m. skeið
1 | Þórarinn Ragnarsson | Bína frá Vatnsholti | Hjarðartún |
1 | Aðalheiður A. Guðjónsdóttir | Hörpurós frá Helgafelli | Ganghestar / Margrétarhof |
2 | Árni Björn Pálsson | Þokki frá Varmalandi | Topreiter |
2 | Gústaf Ásgeir Hinriksson | Sjóður frá Þóreyjarnúpi | Hestvit / Árbakki |
3 | Flosi Ólafsson | Orka frá Breiðabólsstað | Hrímnir / Hest.is |
3 | Bjarni Jónasson | Eðalsteinn frá Litlu-Brekku | Fet / Pula |
4 | Jón Ársæll Bergmann | Rikki frá Stóru-Gröf ytri | Sumarliðabær |
4 | Konráð Valur Sveinsson | Kjarkur frá Árbæjarhjálegiu II | Topreiter |
5 | Glódís Rún Sigurðardóttir | Saga frá Sumarliðabæ 2 | Hestvit / Árbakki |
5 | Daníel Gunnarsson | Skálmöld frá Torfunesi | Ganghestar / Margrétarhof |
6 | Jóhann Ragnarsson | Þórvör frá Lækjarbotnum | Fet / Pula |
6 | Þorgeir Ólafsson | Hátíð frá Sumarliðabæ 2 | Sumarliðabær |
7 | Helga Una Björnsdóttir | Salka frá Fákshólum | Hjarðartún |
7 | Ásmundur Ernir Snorrason | Snædís frá Kolsholti 3 | Hrímnir / Hest.is |
8 | Eyrún Ýr Pálsdóttir | Sigurrós frá Gauksmýri | Topreiter |
8 | Sigurður V. Matthíasson | Magnea frá Staðartungu | Ganghestar / Margrétarhof |
9 | Hanna Rún Ingibergsdóttir | Flótti frá Meiri-Tungu 1 | Fet / Pula |
9 | Hinrik Bragason | Sæla frá Hemlu II | Hestvit / Árbakki |
10 | Hans Þór Hilmarsson | Vorsól frá Stóra-Vatnsskarði | Hjarðartún |
10 | Sigurður Sigurðarson | Tromma frá Skúfslæk | Hrímnir / Hest.is |
11 | Guðmundur Björgvinsson | Svala frá Rauðalæk | Uppboðsknapi |
11 | Benjamín Sandur Ingólfsson | Rangá frá Torfunesi | Sumarliðabær |