Biðin er á enda
Nú er loksins komið að því að tímabilið hefjist og hlakka aðstandendur Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum mikið til þessa að hestamenn fjölmenni í Horse Day höllina á Ingólfshvoli á fimmtudaginn og njóti þess að horfa á bestu fjórgangara landsins etja kappi.
Keppni hefst kl. 19:00 og er áhorfendum boðið FRÍTT í stúkuna og ætti enginn að láta það framhjá sér fara. Eins og í fyrra verða frábærar veitingar í boði fyrir áhorfendur í HorseDay höllinni. Þeir sem panta fyrir fram á hlaðborðið fá í kaupbæti frátekið sæti á besta stað í stúkunni en húsið opnar kl. 17:00. Pantanir fara fram HÉR.
Í fyrra voru það Jakob Svavar Sigurðsson og Skarpur frá Kýrholti sem stóðu uppi sem sigurvegarar. Jakob Svavar mætir með annan hest í ár en dregið verður í ráslista á morgun.
„Það er sannkölluð veisla framundan! Bestu knapar landsins munu berjast um titilinn í Meistaradeild Líflands árið 2025 en hver ætli að vinni fjórganginn í ár? Fylgist með Meistaradeildinni á Instagram undir nafninu @meistaradeildin og endilega notið hashtagið okkar #meistaradeildin.“
________________________
The fourgait will be held at HorseDay höllin, Ingólfshvoll, Thursday, January 23rd. There is no entrance fee so don’t miss out seeing the strongest fourgaiters in Iceland compete. If you are in Iceland you can order food at Ingólfshvoll and get a reserved seat in the arena. Order HERE. The competition will start at 19:00 (Icelandic time) and the house opens at 17:00. You can watch all events live and on demand at www.eidfaxitv.is.