Blue Lagoon mótaröð Spretts 2025

  • 5. janúar 2025
  • Tilkynning
Vinsæla BLUE LAGOON mótaröðin verður á sínum stað í vetur í Samskipahöllinni í Spretti.

Mótaröðin er ætluð börnum, unglingum og ungmennum alls staðar af landinu. Einnig verður boðið upp á einstaka keppni í pollaflokki þann 10.apríl. Í ár verður boðið upp á stigskipta flokka í unglingaflokki,minna og meira Vanir, líkt og hefur verið undanfarin ár í barnaflokki. Eftir sem áður verður eingöngu einn flokkur í Ungmennaflokki. Hámarksskráningafjöldi í hvern flokk er 25 knapar, ekki er leyfilegt að skrá fleiri en 2 hesta á hvern knapa.

Keppt verður á fimmtudögum. Húsið opnar kl.16:30 og keppni hefst að öllu jafna kl.17:00, nema annað verði tekið fram.

  • Fimmtudagurinn 13.febrúar – Fjórgangur
  • Fimmtudagurinn 6.mars – Fimmgangur
  • Fimmtudagurinn 27.mars gæðingakeppni og slaktaumatölt
  • Fimmtudaginn 10.apríl Tölt og pollaflokkur

Sex efstu knapar fara í úrslit hverju sinni en það verða ekki riðin B-úrslit. Knapar í barna-, unglinga- og ungmennaflokki safna stigum í gegnum mótaröðina og verða veitt verðlaun fyrir stigahæstu knapana í hverjum flokki á síðasta mótinu.

Mótið er opið öllum knöpum í yngri flokkum allra hestamannafélaga landsins.

Skráning fer fram í gegnum Sportfeng (www.sportfengur.com). Ekki er tekið við skráningum eftir að skráningarfresti lýkur.

Æfingatímar verða í boði í Samskipahöllinni eftirtalda sunnudaga:

  • sunnudagur 9.febrúar kl.18-20
  • sunnudagur 2.mars kl.18-20 (til vara kl.20-22)
  • sunnnudagur 23.mars kl.18-20
  • sunnudagur 7.apríl kl.19:00-21:00

Sem fyrr er það BLUE LAGOON sem styrkir mótaröðina og leggur til glæsilega farandgripi. Auk þess verða veglegir vinningar fyrir efstu sætin í hverjum flokki.

Aðstandendur mótaraðarinnar óska eftir að þeir vinningshafar sem hafa hjá sér til varðveislu farandgripi BLUE LAGOON mótaraðarinnar skili inn farandgripum á fyrsta móti vetrarins, þann 13.febrúar.

Vonumst til að sjá sem flesta í Samskipahöllinni í vetur á BLUE LAGOON mótaröðinni.

Fyrir allar nánari upplýsingar er hægt að senda póst á bluelagoonmotarodin@gmail.com

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar