Breytt skilyrði fyrir blóðmerahaldi

  • 17. september 2023
  • Fréttir
Reglugerð um blóðtöku úr fylfullum hryssum nr. 900/2022 verður felld úr gildi frá 1. nóvember nk.

Þann 10. maí greindi Eiðfaxi frá því að ESA, eftirlitstofnun EFTA, hafði sent íslenskum stjórnvöldum formlega áminningu um starfsemi er varðar blóðtöku úr hryssum en taldi ESA að með reglum um blóðtöku úr fylfullum merum séu íslensk stjórnvöld að brjóta gegn reglum Evrópska efnahagssvæðisins um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni.

Á vef Stjórnarráðs Íslands kemur fram að í kjölfar samskipta ESA og matvælaráðuneytisins hefur skilyrðum verið breytt fyrir blóðmerahaldi en reglugerðin sem tók gildi árið 2022 um blóðmerahald (nr. 900/2022) hefur verið felld úr gildi frá 1. nóvember nk. og starfsemin sett undir reglugerð nr. 460/2017 sem fjallar um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni.

„Að fella starfsemi blóðmerahalds undir umrædda reglugerð felur í sér að formkröfur til ákveðinna þátta starfseminnar munu breytast, til dæmis varðandi starfsleyfi sem Matvælastofnun annast samkvæmt reglugerðinni,“ segir í frétt inn á vef stjórnarráðsins.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar