Hestamannafélagið Fákur Dagskrá morgundagsins í Fáki

  • 28. mars 2025
  • Tilkynning
Dagur reiðmennskunnar og Stórsýning Fáks er á morgun í Víðidalnum.

Það er veisla framundan í Víðidalnum en Dagur reiðmennskunnar hefst kl. 13:00 á kennslusýningu reiðkennaraefna Háskólans á Hólum. Það liggur fyrir ítarleg dagskrá á sýninguna en miðasala er á Tix.is eða á staðnum á morgun.

Dagskráin er sem hér segir:
13:00 – 13:50
REIÐKENNARAEFNI HÁSKÓLANS Á HÓLUM
Hópur verðandi reiðkennara sem hefur numið fræðin í reiðmennsku og öllu öðru sem viðkemur hestum í þrjú ár. Ungir og öflugir knapar með farteskið fullt af ferskum fróðleik.
Hópur 1: Nanna og Sóllilja
Hvað er góð líkamsbeiting? Fjallað um þróun hestsins, rétta líkamsbeitingu hans og hvernig við þjálfum hana útfrá lífeðlisfræði, bæði í reið og hringteymingu.
Hópur 2: Arney og Lýdía
Stjórn á reisingu og formi. Hvernig reising á hálsi hestsins hefur áhrif á líkamsbeitingu. Hvernig stjórnum við reisingunni og forminu eftir mismunandi byggingarlagi hesta?
Hópur 3: Lorena og Hrund
Áseta, líkamsbeiting knapans og æfingar. Hvað er góð áseta, af hverju hún er mikilvæg og hvernig við getum nýtt ásetuna í þjálfun til að hafa jákvæð áhrif á hestinn? Einnig er farið inn á æfingar og hvernig er hægt að nota þær í útreiðum.
13:50 – 14:00 HLÉ
Hópur 4: Margrét og Bergey
Sveigjanleiki. Hvernig finnum við sveigjanleika í hestinum og hversu mikilvægur hann er í allri þjálfun, fyrir alla hest og knapa.
Hópur 5: Kristina
Samspil ábendinga. Hvernig lærir hesturinn? Hvað þarf að hugsa um í samspili ábendinga, hvenær gefur knapinn þær og hvaða ábendingar eru notaðar hverju sinni. (Kemur inn á learning theory).
Hópur 6: Katla og Þorvaldur
Hvernig er unnt að bæta orku inn í þjálfunarstundina okkar og haldið jafnframt góðri líkamsbeitingu? Haldið flæði, orku og léttleika í gegnum þjálfunarstundina.
14:50 – 15:10 HLÉ
15:10 – 15:40
SÚSANNA SAND ÓLAFSDÓTTIR REIÐKENNARI OG GÆÐINGA- OG ÍÞRÓTTADÓMARI
Efni sýnikennslu: Uppbygging á þjálfunarstund með áherslu á áhrifum knapans á hestinn og ábyrgð hans sem þjálfara. Súsanna kemur með Ævarr frá Vestri-Leirárgörðum.
15:40 – 16:20
METTE MOE MANNSETH TAMNINGAMEISTARI OG YFIRREIÐKENNARI Á HÁSKÓLANUM Á HÓLUM
Efni sýnikennslu: Að þroska og þróa hreyfingar og gæði gangtegunda. Hvernig notar knapinn mismunandi æfingar til að hjálpa hestinum með gangskiptingar og jafnvægi. Einnig að viðhalda og auka gleði og framtakssemi hestsins.
16:20 – 16:30 HLÉ
16:30 – 17:15
ANTON PÁLL NÍELSSON REIÐKENNARI ÁSAMT NEMENDUM
Efni sýnikennslu: Foringi með lest. Þjálfunarstund. Fram koma:
Anton Páll Níelsson og Goði frá Garðabæ
Ólafur Andri og Móeiður frá Feti
Jón Ársæll og Halldóra frá Hólaborg
Valdís Björk og Feykir frá Svignaskarði
Guðný Dís og Hraunar frá Vorsabæ
Sunna Sigríður og Dögun frá Skúfslæk
Elvar Þormarsson og Djáknar frá Selfossi
17:30 – 18:00
JAKOB SVAVAR SIGURÐSSON AFREKSKNAPI OG REIÐKENNARI
Efni sýnikennslu: Taumsamband og yfirlína (langur háls). Ná athygli hestsins.
Hestur: Kór frá Skálakoti
18:00 – 20:30 HLÉ Á DAGSKRÁ
20:30 – 22:30 STÓRSÝNING FÁKS Feiknagóðir hestar og knapar koma fram
22:45 – 01:00 TRÚBADOR PARTÝ Í VEISLUSAL: SÆÞÓR MÁR HINRIKSSON

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar