Úrslit fjórgangsins árið 2018 í Vesturlandsdeildinni
Sjö lið keppa en fyrsta mótið er fimmtudaginn 24. febrúar
Vesturlandsdeildin er einstaklings- og liðakeppni í hestaíþróttum sem fram fer í Faxaborg, Borgarnesi. Sjö lið etja kappi sem saman standa af fjórum til fimm einstaklingum. Hvert lið sendir þrjá til fimm keppendur til leiks í hverja grein og telja efstu þrír liðsmenn til stiga í liðakeppninni en tíu efstu knapar hljóta stig í einstaklingskeppninni. Liðin ráða því sjálf hvort þau tefla fram fjórum eða fimm liðsmönnum í deildinni.
Liðaskipan er klár og einnig hafa dagsetningar verið ákveðnar en hér fyrir neðan er bæði dagskráin og liðin sem keppa í vetur.
Dagskrá
24. febrúar – fimmtudagur – fjórgangur V1
10.mars – fimmtudagur – slaktaumatölt T2
25. mars – föstudagur – gæðingafimi
8. apríl – föstudagur – fimmgangur F1
29. apríl – föstudagur – tölt T1 og skeið