Dagskráin á Eiðfaxa TV út febrúar

Næst á dagskrá er Blue Lagoon mótaröðin en mótið fer fram á fimmtudaginn, 13. febrúar. Bein útsending verður frá mótaröðinni og í opinni dagskrá á EiðfaxaTV, Sjónvarpi Símans og Vodafone.
Dagskrá á Eiðfaxa TV
- 13. febrúar, fimmtudagur – Blue Lagoon mótaröðin – Fjórgangur (í opinni dagskrá).
- 14. febrúar, föstudagur – Uppgjörsþáttur Meistaradeildarinnar.
- 15. febrúar, laugardagur – Á mótsdegi – Þáttur með Ástu Björk þar sem hún fylgir eftir knöpum í Meistaradeildinni.
- 20. febrúar, fimmtudagur – Áhugamannadeild/Samskipadeild – Fjórgangur.
- 22. febrúar, laugardagur – Áhugamannadeild Norðurlands – Fjórgangur (í opinni dagskrá).
- 23. febrúar, sunnudagur – Meistaradeild æskunnar og Líflands – Fimmgangur (í opinni dagskrá).
- 26. febrúar, miðvikudagur – Dregið í rásröð fyrir fimmganginn í Meistaradeild Líflands.
- 28. febrúar, föstudagur – Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum – Fimmgangur.