Dagur reiðmennskunnar og Stórsýning Fáks

  • 22. mars 2023
  • Fréttir
Miðasala er í fullum gangi en viðburðurinn er á laugardaginn

Hestamannafélagið Fákur heldur frábæran viðburð á laugardaginn í TM reiðhöllinni í Víðidal. Dagur reiðmennskunnar og stórsýning Fáks er yfirskriftin og má enginn láta þennan viðburð framhjá sér fara.

Búið er að gefa út dagskrá en þarna verður markaðstorg sem opnar kl. 10 um morguninn og er fram á kvöld. Reiðkennaraefni Hólaskóla eru með sýnikennslu frá kl 10 til hádegis. Sarah Seifert sem er þjálfari í klassískri baroque reiðmennsku verður með sýnikennslu kl 12:45.

Julio Borba og Olil Amble verða með sýnikennslu kl 13:45 en þar verður farið yfir gangskiptingar og yfirlínu en með þeim verða margir af okkar bestu knöpum.

Síðan um kvöldið verður stórsýning Fáks en hún hefst kl. 20:30.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá dagskránna í heild sinni en miðasala fer fram á tix.is

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar