Daníel Jónsson lýsir hæst dæmdu afkvæmum tiltekinna stóðhesta

  • 7. september 2020
  • Fréttir

Þóroddur frá Þóroddsstöðum er einn af þeim hestum sem Daníel fer fögrum orðum um í viðtalinu mynd: Aðsend

Nýjasta tímarit Eiðfaxa er nú farið í prentvélarnar, stútfullt af skemmtilegu efni og fróðleik.

Í tímaritinu er m.a.  að finna viðtal við Daníel Jónsson þar sem hann lýsir hæst dæmdu afkvæmum tiltekinna stóðhesta Í framhaldi af viðtölum við Þórarinn Eymundsson, Árna Björn Pálsson og Þórð Þorgeirsson sem komu út í síðustu þremur tölublöðum Eiðfaxa

Í viðtalinu kemur ýmislegt fram og til þess að gefa áskrifendum Eiðfaxa forsmekk af því sem koma skal grípum við niður í viðtalið þar sem Daníel segir sína skoðun á þeim breytingum sem voru gerðar á framkvæmd kynbótasýninga í vor.

Hvernig líst Daníel á þessar nýju breytingar eftir sumarið ? “Heilt yfir gengu kynbótasýningarnar nokkuð vel og það er margt jákvætt í þessu en ég á eftir að leggjast betur yfir þær breytingar sem urðu á skalanum og sjá hvernig þær komu út. Mér finnst framkvæmdin á lausum taum vera ekkert sérstaklega merkileg og get ekki séð að þetta hafi neitt með ræktun að gera. Ef dómarar hafa ekki innsýn í það að hestur sé léttur og sjálfberandi nema knapi sleppi á honum taumnum eiga þeir að vera gera eitthvað annað en dæma hross í kynbótadómi,” segir Daníel og bætir við að hann sé ekki mjög hlynntur þeirri vægis breytingu sem var gerð á sköpulaginu. “Ég er ekki fylgjandi því að við eigum að lækka vægi á sköpulagi á móti hæfileikum. Mér finnst þetta dýrmætur eiginleiki. Þetta eru kynbætur en ekki keppni og því eigum við að einblína líka á að rækta falleg hross,”

Tryggðu þér áskrift að Eiðfaxa, fáðu hann sendan heim að dyrum og styddu um leið við faglega umfjöllun um íslenska hestinn og allt það sem honum tengist með því að smella hér.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<