Dómaratillagan felld með miklum meirihluta

  • 4. febrúar 2024
  • Fréttir

Mynd: Skjáskot

Fréttir frá fulltrúaþingi FEIF

Fulltrúaþing FEIF fer fram nú helgina í Lúxemborg. Á þinginu eru teknar ákvarðanir er tengjast Íslandshestamennskunni og liggja ýmsar tillögur fyrir í ár.

Ein af þeim tillögum er sú að í íþróttakeppni myndu einkunnir allra dómara gilda. Það er töluverð breyting frá því sem verið hefur. Reglan sem er viðhöfð er sú að á þeim mótum þar sem þrír dómarar dæma gilda allar einkunnir en þegar um mót þar sem fimm dómarar sinna dómgæslu er að ræða, falla einkunnir hæsta og lægsta dómara út og eingöngu meðaltal hinna þriggja er notað til að finna út meðaleinkunn.

Samkvæmt heimildum Eiðfaxa talaði Hulda Gústafsdóttir, fulltrúi Íslands á þinginu og meðlimur í íþróttanefnd FEIF, mjög ákveðið gegn þessu og var það ákveðinn vendipunktur í málinu. Hulda taldi að þetta mál hefði ekki hlotið nægjanlega kynningu og ekki verið skoðað nægilega vel og fór fram á frestun afgreiðslu. Því var hafnað og kosið um tillöguna sem var felld. (34 kusu að fella hana, 17 að samþykkja og tveir sátu hjá.) 

Reglan sem hefur verið viðhöfð mun því áfram gilda. Þar sem þrír dómarar dæma gilda allar einkunnir en þegar um mót þar sem fimm dómarar sinna dómgæslu er að ræða, falla einkunnir hæsta og lægsta dómara út og eingöngu meðaltal hinna þriggja er notað til að finna út meðaleinkunn.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar