Dregið í rásröð fyrir Meistaradeildina

Gústaf Ásgeir Hinriksson og Sjóður frá Þóreyjarnúpi voru fljótastir 150 metrana í fyrra á skeiðmóti Meistaradeildarinnar
Skeiðmót Meistaradeildar Líflands í hestaíþróttum verður haldið á morgun, laugardag 29. mars í samstarfi við Skeiðfélagið á Brávöllum á Selfossi.
Í fyrra voru það Konráð Valur Sveinsson á Kastori frá Garðshorni á Þelamörk sem vann gæðingaskeiðið og Gústaf Ásgeir Hinriksson á Sjóði frá Þóreyjarnúpi sem vann 150 m. skeiðið en gaman verður að sjá hvaða knapar og hestar munu mæta á morgun. Fylgstu með á eftir þegar dregið verður í rásröð kl. 12:30 á Eiðfaxa í opinni dagskrá.
Fyrir þá sem ekki eiga heimangengt geta horft á keppnina í beinni útsendingu á Eiðfaxa TV en það er um að gera að tryggja sér áskrift sem fyrst.