Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum Dregið í rásröð í Meistaradeildinni

  • 26. febrúar 2025
  • Fréttir

Eyrún Ýr Pálsdóttir og Hrannar frá Flugumýri unnu fimmganginn í Meistaradeildinni í fyrra. Mynd: Carolin Giese

Í kvöld verður dregið í rásröð fyrir fimmganginn í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum.

Fimmgangskeppnin verður haldin á föstudaginn í HorseDay höllinni á Ingólfshvoli þann 28. febrúar.

Í fyrra var það Eyrún Ýr Pálsdóttir á Hrannari frá Flugumýri II sem vann fimmganginn en gaman verður að sjá hvaða knapar og hestar munu mæta á föstudaginn. Fylgstu með í kvöld þegar dregið verður í rásröð kl. 20:00 á Eiðfaxa í opinni dagskrá.

Eins og áður er frítt inn í höllina en frábærar veitingar eru í boði. Þeir sem panta fyrir fram á hlaðborðið fá í kaupbæti frátekið sæti á besta stað í stúkunni en húsið opnar kl. 17:00. Pantanir fara fram HÉR.

Fyrir þá sem ekki eiga heimangengt geta horft á keppnina í beinni útsendingu á Eiðfaxa TV en það er um að gera að tryggja sér áskrift sem fyrst.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar