Dregið verður í happdrætti Stóðhestaveislunnar á sunnudag

Systkinin á Ríp í Hegranesi í Skagafirði sitja hryssuna Kötlu frá Íbishóli
Fjölmargir tóku þátt í happdrætti er hóf göngu sína á Stóðhestaveislu Eiðfaxa. Allur ágóði happdrættisins rennur óskiptur til stuðningsfélagsins Einstök börn.
Fyrir hönd Eiðfaxa þökkum við öllum þeim sem tóku þátt í happdrættinu og má segja að allir þeir sem það gerðu séu sigurvegarar því þeir fjármunir sem safnast í gegnum það nýtast í það mikilvæga málefni að styðja við Einstök börn og foreldra þeirra.
Nú þegar hefur rúm ein milljón íslenskra króna safnast í formi folatolla undir þá Álfaklett frá Syðri-Gegnishólum og Stein frá Stíghúsi.
Á sunnudaginn hér á vef Eiðfaxa kemur svo í ljós hvejir nældu sér í vinninga í happdrættinu svo fylgist endilega með.
