Álfaklettur og Steinn skiluðu Einstökum börnum rúmri milljón

  • 19. apríl 2024
  • Fréttir

Viktoría Huld og Þinur frá Enni á Stóðhestaveislu Ljósmynd: Henk Peterse

Ennþá hægt að fa happdrættismiða

Stóðhestaveislan fór fram síðast liðinn laugardag við troðfulla HorseDay höllina að Ingólfshvoli, á sama tíma var útgáfu Stóðhestabókar Eiðfaxa fagnað og er hún nú fáanleg í ýmsum verslunum víða um land.

Í gegnum tíðina hafa hestamenn látið gott af sér leiða á Stóðhestaveislunni og góðgerðarmálefni verið styrkt. Í ár styrkjum við Einstök börn sem er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Happdrættismiðar til styrkar Einstökum börnum eru enn til sölu en dregið verður út þann 1. maí. Frábærir vinningar eru í boði t.d. flug með Play, folatollar undir marga af okkar fremstu stóðhestum, gjafabréf frá ýmsum aðilum og margt fleira. Hægt er að hafa samband við Magnús Benediktsson – maggiben@gmail.com. Til þess að verða sér úti um miða.

Guðbrandur Stígur Ágústsson gaf folatoll undir hest sinn Stein frá Stíghúsi. Ljósmynd: Henk Peterse

Tveir folatollar voru gefnir til styrktar Einstökum. Guðbrandur Stígur Ágústsson gaf toll undir hest sinn Stein frá Stíghúsi sem fór á 500.000 krónur og þá gaf Olil Amble folatoll undir Álfaklett frá Syðri-Gegnishólum sem fór á 550.000 krónur. Við þökkum þessum eigendum þessara stórgæðinga fyrir sitt framlag til Einstakra barna og að auki þeim ræktendum sem fjárfestu í folatollum undir þessa frábæru stóðhesta og styrktu um leið málefnið!

Olil Amble og Álfaklettur á Stóðhestaveislunni 2024 Ljósmynd: Henk Peterse

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar