Landsmót 2026 Drög að dagskrá LM 2026

  • 7. nóvember 2025
  • Fréttir

Fyrstu drög að dagskrá Landsmót hestamanna sem mun fara fram á Hólum sumarið 2026 hafa verið birt á vef mótsins, landsmot.is.

Mótið mun hefjast sunnudaginn 5.júlí á forkeppni í barnaflokki á gæðingavelli og á kynbótavellinum byrja 4ra vetra hryssur.  Mótinu lýkur svo laugardagskvöldið 11. júlí  með pompi og prakt.

Á síðasta LH þingi var samþykkt að A-flokkur ungmenna væri sýningagrein á Landsmóti og hefur verið tekin sú ákvörðun að bjóða uppá þessa grein á komandi Landsmóti ásamt því að B-flokkur áhugamanna kemur einnig inn sem sýningargrein.

Óskað er eftir því að hestamannafélögin bjóði því uppá A-flokk ungmenna og B-flokk áhugamanna í sínum úrtökum til að eiga gjaldgenga fulltrúa í þessar greinar á komandi Landsmóti.

Helstu reglur varðandi þátttakendur í B-flokki áhugamanna eru eftirfarandi:
– Knapi má EKKI hafa keppt í meistaraflokki á keppnisárinu.
– Skráður í B-flokk áhugamanna í úrtöku hjá sínu félagi.
– Miðast við aldur í fullorðinsflokki (22 ára og eldri).
– Öll félög mega senda 1 fulltrúa.
– Aðildafélög sem mega senda fleiri en einn fulltrúa í hefðbundinn flokk mega senda helmingi færri í áhugamannaflokkinn (félag sem má senda sex í hefðbundinn flokk eru gjaldgeng með þrjá o.s.frv.)

Nánari upplýsingar um hliðardagskrá, skemmtidagskrá og fleira verða birtar síðar. Fyrstu drög að dagskrá LM2026 má finna hér.

 

Landsmót hestamanna 5. – 11. júlí 2026
Drög að dagskrá
(6. nóv.’25)
Sunnudagur 5. júlí
Aðalvöllur Kynbótavöllur
Knapafundur Dómar 4v. hryssa
Barnaflokkur forkeppni Dómar 4v. hryssa
Unglingaflokkur forkeppni Dómar 5v. hryssa
Dómar 5v. hryssa
Dómar 5v. hryssa
Mánudagur 6. júlí
Aðalvöllur Kynbótavöllur
B-flokkur áhugamanna forkeppni Dómar 6v. hryssa
B-flokkur ungmenna fyrri hluti Dómar 6v. hryssa
B-flokkur forkeppni fyrri hluti Dómar 6v. hryssa
Dómar 7v. og eldri hryssa
Dómar 7v. og eldri hryssa
Dómar 4v. stóðhesta
Þriðjudagur 7. júlí
Aðalvöllur Kynbótavöllur
A-flokkur forkeppni Dómar 4v. stóðhesta
A-flokkur ungmenna Dómar 5v. stóðhesta
Unglingaflokkur milliriðill Dómar 5v. stóðhesta
150m & 250m skeið, fyrri umferðir Dómar 6v. stóðhesta
Dómar 6v. stóðhesta
Dómar 7v. og eldri stóðhesta
Miðvikudagur 8. júlí
Aðalvöllur Kynbótavöllur
Barnaflokkur milliriðill Yfirlit 7v. og eldri hryssa
B-flokkur ungmenna milliriðill Yfirlit 6v. hryssa
B-flokkur fullorðinna milliriðill Yfirlit 5v. hryssa
A-flokkur fullorðinna milliriðill Yfirlit 4v. hryssa
Tölt T1 forkeppni
Fimmtudagur 9. júlí
Aðalvöllur Kynbótavöllur
B-flokkur áhugamanna B-úrslit Yfirlit 4v. stóðhesta
A-flokkur ungmenna B-úrslit Yfirlit 5v. stóðhesta
Barnaflokkur B-úrslit Yfirlit 6v. stóðhesta
Setningarathöfn Yfirlit 7v. og eldri stóðhesta
Sýning ræktunarbúa
150m & 250m skeið, seinni umferðir
B-úrslit Tölt T1
Föstudagur 10. júlí
Aðalvöllur
Unglingaflokkur B-úrslit
B-flokkur ungmenna B-úrslit
Verðlaunaafhending hryssur
100 m skeið
Verðlaun stóðhestar
B-flokkur B-úrslit
Ræktunarbú
B úrslit A flokkur gæðinga
A úrslit tölt
Laugardagur 6. júlí
Aðalvöllur
B-flokkur áhugamanna A-úrslit
A-flokkur ungmenna A-úrslit
B-flokkur ungmenna A-úrslit
Afkvæmahestar 1v. og hv.
Barnaflokkur A-úrslit
Unglingaflokkur A-úrslit
B-flokkur A úrslit
Sleipnisbikarinn
Heiðursviðurkenningar
A-flokkur A-úrslit

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar