Drög að dagskrá LM 2026
Fyrstu drög að dagskrá Landsmót hestamanna sem mun fara fram á Hólum sumarið 2026 hafa verið birt á vef mótsins, landsmot.is.
Mótið mun hefjast sunnudaginn 5.júlí á forkeppni í barnaflokki á gæðingavelli og á kynbótavellinum byrja 4ra vetra hryssur. Mótinu lýkur svo laugardagskvöldið 11. júlí með pompi og prakt.
Á síðasta LH þingi var samþykkt að A-flokkur ungmenna væri sýningagrein á Landsmóti og hefur verið tekin sú ákvörðun að bjóða uppá þessa grein á komandi Landsmóti ásamt því að B-flokkur áhugamanna kemur einnig inn sem sýningargrein.
Óskað er eftir því að hestamannafélögin bjóði því uppá A-flokk ungmenna og B-flokk áhugamanna í sínum úrtökum til að eiga gjaldgenga fulltrúa í þessar greinar á komandi Landsmóti.
Helstu reglur varðandi þátttakendur í B-flokki áhugamanna eru eftirfarandi:
– Knapi má EKKI hafa keppt í meistaraflokki á keppnisárinu.
– Skráður í B-flokk áhugamanna í úrtöku hjá sínu félagi.
– Miðast við aldur í fullorðinsflokki (22 ára og eldri).
– Öll félög mega senda 1 fulltrúa.
– Aðildafélög sem mega senda fleiri en einn fulltrúa í hefðbundinn flokk mega senda helmingi færri í áhugamannaflokkinn (félag sem má senda sex í hefðbundinn flokk eru gjaldgeng með þrjá o.s.frv.)
Nánari upplýsingar um hliðardagskrá, skemmtidagskrá og fleira verða birtar síðar. Fyrstu drög að dagskrá LM2026 má finna hér.
| Landsmót hestamanna 5. – 11. júlí 2026 | |||
| Drög að dagskrá (6. nóv.’25) |
|||
| Sunnudagur 5. júlí | |||
| Aðalvöllur | Kynbótavöllur | ||
| Knapafundur | Dómar 4v. hryssa | ||
| Barnaflokkur forkeppni | Dómar 4v. hryssa | ||
| Unglingaflokkur forkeppni | Dómar 5v. hryssa | ||
| Dómar 5v. hryssa | |||
| Dómar 5v. hryssa | |||
| Mánudagur 6. júlí | |||
| Aðalvöllur | Kynbótavöllur | ||
| B-flokkur áhugamanna forkeppni | Dómar 6v. hryssa | ||
| B-flokkur ungmenna fyrri hluti | Dómar 6v. hryssa | ||
| B-flokkur forkeppni fyrri hluti | Dómar 6v. hryssa | ||
| Dómar 7v. og eldri hryssa | |||
| Dómar 7v. og eldri hryssa | |||
| Dómar 4v. stóðhesta | |||
| Þriðjudagur 7. júlí | |||
| Aðalvöllur | Kynbótavöllur | ||
| A-flokkur forkeppni | Dómar 4v. stóðhesta | ||
| A-flokkur ungmenna | Dómar 5v. stóðhesta | ||
| Unglingaflokkur milliriðill | Dómar 5v. stóðhesta | ||
| 150m & 250m skeið, fyrri umferðir | Dómar 6v. stóðhesta | ||
| Dómar 6v. stóðhesta | |||
| Dómar 7v. og eldri stóðhesta | |||
| Miðvikudagur 8. júlí | |||
| Aðalvöllur | Kynbótavöllur | ||
| Barnaflokkur milliriðill | Yfirlit 7v. og eldri hryssa | ||
| B-flokkur ungmenna milliriðill | Yfirlit 6v. hryssa | ||
| B-flokkur fullorðinna milliriðill | Yfirlit 5v. hryssa | ||
| A-flokkur fullorðinna milliriðill | Yfirlit 4v. hryssa | ||
| Tölt T1 forkeppni | |||
| Fimmtudagur 9. júlí | |||
| Aðalvöllur | Kynbótavöllur | ||
| B-flokkur áhugamanna B-úrslit | Yfirlit 4v. stóðhesta | ||
| A-flokkur ungmenna B-úrslit | Yfirlit 5v. stóðhesta | ||
| Barnaflokkur B-úrslit | Yfirlit 6v. stóðhesta | ||
| Setningarathöfn | Yfirlit 7v. og eldri stóðhesta | ||
| Sýning ræktunarbúa | |||
| 150m & 250m skeið, seinni umferðir | |||
| B-úrslit Tölt T1 | |||
| Föstudagur 10. júlí | |||
| Aðalvöllur | |||
| Unglingaflokkur B-úrslit | |||
| B-flokkur ungmenna B-úrslit | |||
| Verðlaunaafhending hryssur | |||
| 100 m skeið | |||
| Verðlaun stóðhestar | |||
| B-flokkur B-úrslit | |||
| Ræktunarbú | |||
| B úrslit A flokkur gæðinga | |||
| A úrslit tölt | |||
| Laugardagur 6. júlí | |||
| Aðalvöllur | |||
| B-flokkur áhugamanna A-úrslit | |||
| A-flokkur ungmenna A-úrslit | |||
| B-flokkur ungmenna A-úrslit | |||
| Afkvæmahestar 1v. og hv. | |||
| Barnaflokkur A-úrslit | |||
| Unglingaflokkur A-úrslit | |||
| B-flokkur A úrslit | |||
| Sleipnisbikarinn | |||
| Heiðursviðurkenningar | |||
| A-flokkur A-úrslit | |||
Drög að dagskrá LM 2026
Minningarorð um Ragnar Tómasson
FT hvetur til endurskoðunar á dagsetningu Íslandsmóts