Dropi frá Kirkjubæ á leið til Sviss

Dropi frá Kirkjubæ er á leið úr landi en hann er á leið til Sviss. Þetta kemur fram í færslu frá Kirkjubæ á facebook; „Á morgun flýgur hann [Dropi] í betra veður og grænna gras og þar bíður hans gott fólk sem tekur vel á móti honum. Það er alltaf erfitt að kveðja svona höfðingja, að sjálfsögðu. En það er auðveldara þegar við vitum að hann fer í góðar hendur. Við erum mjög spennt að fylgjast með framtíðina hans Dropa og óskum nýjum eiganda innilega til hamingju með höfðingjann.“
Dropi hefur verið farsæll keppnishestur í fimmgangsgreinum en Hanna Rún Ingibergsdóttir hefur verið knapi á honum. Dropi er undan Kiljani frá Steinnesi og Dögg frá Kirkjubæ. Hann er með 8,60 í aðaleinkunn í kynbótadómi. Fyrir sköpulag 8,24 og fyrir hæfileika 8,80. Hann hlaut m.a. 9,5 fyrir samstarfsvilja og 9,0 fyrir tölt, brokk, skeið og prúðleika.
Nýr eigandi er Serina Mettauer-Hoessly.
Myndir: Liga Liepina