„Ég á 30 ára knattspyrnuferil að baki“

Hin hliðin heldur áfram eftir langt hlé hér á Eiðfaxa. Við höldum áfram að kynnast nýjum hliðum á hestafólki um land allt og að þessu sinni er það Elísabet Sveinsdóttir þulur og hestakona á Selfossi sem situr fyrir svörum.
Fullt nafn: Elísabet Sveinsdóttir
Gælunafn: Beta
Hestamannafélag: Sleipnir
Starf: Ýmislegt
Aldur: Aldrei að spyrja konu um aldur 🙂
Stjörnumerki: Fiskur
Blóðflokkur: O
Skónúmer: 40/41
Hjúskaparstaða: Sambúð
Uppáhalds drykkur: Vatn með sítrónusneið og glóaldin límonaði
Hvaða rétt ertu bestur/best að elda: Allt gott sem ég elda
Uppáhaldsmatur: Heimagrillaður hamborgari með spældu eggi
Uppáhalds matsölustaður: Uuu næsta spurning
Hvernig bíl áttu: Kia Sorento
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Criminal Minds
Uppáhalds leikari: Morgan Freeman
Uppáhalds Íslenski tónlistarmaðurinn: GDRN
Uppáhalds erlendi tónlistarmaðurinn: Enginn sérstakur
Uppáhalds lag: Ég er eins og ég er
Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð: Þau eru svo mörg
Bað eða sturta: Bað
Fyndnasti Íslendingurinn: Sóli Hólm
Te eða kaffi: Kaffi
Stóðhestabókin eða Hrútaskráin: Stóðhestabókin
Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Mars, kókósbollu og heita karamellusósu
Þín fyrirmynd: Ragga nagli, talar svo hreina og beina íslensku
Við hvað ertu hrædd: Að fara upp í stiga
Uppáhalds árstími: Sumarið
Hvaða bíómynd getur þú horft á aftur og aftur: Ride Along
Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt: Enginn
Sætasti sigurinn: Sigur í Kvennatölti Gusts eftir sigur í B-úrslitum og bráðabana í A-úrslitum
Mestu vonbrigðin: Þegar við Pipar misstum skeifu í Kvennatölti Spretts í ár. Stefndi í svakalegt comeback
Uppáhalds lið í íslenska boltanum: Alltaf verið Bliki inn við beinið
Uppáhalds lið í enska boltanum: Man Utd
Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju: Hnokki frá Þúfu eða Hramm frá Galtastöðum. Báðir frábærir hestar sem ég á mikið að þakka.
Efnilegasti hestamaður/kona landsins: Svandís Aitken Sævarsdóttir
Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi: Erla Guðný Gylfadóttir að innan sem utan
Besti knapi frá upphafi: Sigurbjörn Bárðarson
Uppáhalds hestalitur: Brúnblesótt
Mesti gæðingur allra tíma að þínu mati: Hrannar frá Flugumýri II
Besti hestur sem þú hefur prófað: Hann Toppur minn 🙂
Uppáhalds staður á Íslandi: Borgarfjörður eystri
Hvað gerir þú til að slaka á: Fer í heita pottinn
Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Hlusta á hljóðbók og loka augunum
Klukkan hvað ferðu á fætur: Milli 7 og 9
Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já
Í hverju varstu lélegust í skóla: Textíll
Í hverju varstu best í skóla: Íslensku og íþróttum
Vandræðalegasta augnablik: Þau eru svo mörg
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór: Ljósmóðir
Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju: Ég myndi nota tækifærið og fara bara ein og hlusta á þögnina
Sturluð staðreynd um sjálfa þig: Ég á 30 ára knattspyrnuferil að baki.
Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju: Siggi Sig. Mættu fleiri taka hann sér til fyrirmyndar þegar kemur að því að fara eftir fyrirmælum þular í braut.
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndir þú spyrja: Ein spurning hefur sjaldan dugað fyrir mig en ég hefði viljað kynnast langömmu minni, Guðnýju Pétursdóttur, á fullorðins árum. Það var merkileg og fróð kona.
Lífsmottó: Ullaðu framan í heiminn og þá kannski glottir hann á móti. Eða… Fólk er fífl og síðasta fíflið er ekki fætt
Ég skora á Oddnýju Láru Guðnadóttur