„Ég held ég fái það frá pabba mínum að verða ekki stressuð.“ 

  • 9. júlí 2022
  • Fréttir
Kristín Eir Holaker vann barnaflokkinn á Landsmóti

„Þetta var allt mjög gaman. Pínu stressuð á meðan það var verið að lesa upp einkunnir,“ segir Kristín Eir Hauksdóttir Holaker en hún vann barnaflokkinn á Landsmóti á Þyt frá Skáney með glæsieinkunnina 9,01.

Kristín Eir og Þytur hafa verið að standa sig vel á keppnisbrautinni í ár og þóttu mjög sigurstrangleg fyrir mótið. Krístin fann þó ekki fyrir mikill pressu en hún finnur ekki fyrir miklu stressi fyrir keppni. „Ég held ég fái það frá pabba mínum að verða ekki stressuð.“

Kristín Eir og Þytur stefna á að keppa á Íslandsmótinu seinna í sumar og verður gaman að fylgjast með þeim þar. Fríða Hildur Steinarsdóttir á Framsókn frá Austurhlíð endaði í öðru sæti með 8,86 í einkunn og sigurvegari b úrslitanna Hákon Þór Kristinsson á Magna frá Kaldbak endaði í þriðja sæti með 8,79 í einkunn.

Það var ótrúlega gaman að horfa á úrslitin hjá krökkunum enda öll mjög vel ríðandi og gaman að horfa á samspil manns og hests. Margir voru stressaðir með brautina fyrir úrslitin en svona blaut getur hún reynst frekar hál. Haukur Orri Bergmann á Hnokka frá Reykhólum rann til í einni beygjunni en strákurinn náði að leysa það vel og kláruðu þeir keppnina.

Hér fyrir neðan eru niðurstöður úr úrslitunum

A úrslit – Barnaflokkur – Niðurstöður
Sæti Knapi Hross Aðildarfélag knapa Einkunn

1 Kristín Eir Hauksdóttir Holake Þytur frá Skáney Borgfirðingur 9,01
2 Fríða Hildur Steinarsdóttir Framsókn frá Austurhlíð 2 Geysir 8,86
3 Hákon Þór Kristinsson Magni frá Kaldbak Geysir 8,79
4 Haukur Orri Bergmann Heiðarsson Hnokki frá Reykhólum Snæfellingur 8,75
5 Þórhildur Helgadóttir Kóngur frá Korpu Fákur 8,69
6 Jóhanna Sigurlilja Sigurðardóttir Laufi frá Syðri-Völlum Sprettur 8,58
7 Kristín Birta Daníelsdóttir Amor frá Reykjavík Sörli 8,55
8 Apríl Björk Þórisdóttir Sikill frá Árbæjarhjáleigu II Sprettur 8,47

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar