Eitt hross hlaut 10 fyrir tölt á árinu
Nú þegar kynbótasýningum árið 2022 er lokið þá er gaman að renna yfir níufimmur og tíur ársins í einstökum eiginleikum. Fyrsti eiginleikinn sem við tökum fyrir hér á vef Eiðfaxa er tölt.
Sólfaxi frá Herríðarhóli var sá eini sem hlaut 10,0 fyrir tölt á árinu en hann hlaut einkunnina tvisvar. Fyrst á vorsýningu á Hellu og síðan á Landsmótinu. Til gamans má geta að Sólfaxi hlaut einnig 10 fyrir hægt tölt en sá eiginleiki verður tekin fyrir seinna.
Sólfaxi er undan Óskasteini frá Íbisóli og Hyllingu frá Herríðarhóli. Ræktandi Sólfaxa er Ólafur Arnar Jónsson en eigendur eru Anja Egger-Meier og Grunur ehf. Sólfaxi var sýndur af Árna Birni Pálssyni.
Nítján hross hlutu 9,5 fyrir tölt á árinu. Athygli vekur að öll þessi hross voru sýnd á Íslandi.
Listi yfir þau hross sem hlutu 9,5 fyrir tölt.
Hestur | Uppruni | Sýnandi |
Auðlind | Þjórsárbakka | Teitur Árnason |
Bárður | Sólheimum | Helga Una Björnsdóttir |
Dís | Ytra-Vallholti | Bjarni Jónasson |
Draumur | Feti | Ólafur Andri Guðmundsson |
Dússý | Vakurstöðum | Teitur Árnason |
Fróði | Flugumýri | Eyrún Ýr Pálsdóttir |
Hannibal | Þúfum | Mette Camilla Moe Mannseth |
Hreyfing | Akureyri | Þórarinn Eymundsson |
Hringsjá | Enni | Teitur Árnason |
Kastanía | Kvistum | Árni Björn Pálsson |
Kveikja | Hemlu II | Vignir Siggeirsson |
Lýdía | Eystri-Hól | Árni Björn Pálsson |
Nótt | Miklaholti | Árni Björn Pálsson |
Rjúpa | Þjórsárbakka | Teitur Árnason |
Safír | Hjarðartúni | Hans Þór Hilmarsson |
Sindri | Hjarðartúni | Hans Þór Hilmarsson |
Skarpur | Kýrholti | Jakob Svavar Sigurðsson |
Staka | Hólum | Mette Camilla Moe Mannseth |
Stjörnuþoka | Litlu-Brekku | Vignir Sigurðsson |