Kynbótasýningar Ekkert hross hlaut 10 fyrir stökk

  • 23. september 2022
  • Fréttir

Hannibal frá Þúfum á stökki, knapi Mette Mannseth. Mynd: Henk Peterse

Aðeins þrjú hross hafa hlotið 10 fyrir þennan eiginleika

Nú þegar kynbótasýningum árið 2022 er lokið þá er gaman að renna yfir níufimmur og tíur ársins í einstökum eiginleikum. Næsti eiginleiki sem við tökum fyrir hér á vef Eiðfaxa er stökk.

Ekkert hross hlaut 10,0 fyrir stökk á árinu en einungis þrjú hross hafa hlotið þessa einkunn Ljósvaki frá Valstrýtu (2016), Hylling frá Nýjabæ (1982) og Nös frá Urriðavatni (1977). Það hlutu hins vegar 10 hross 9,5 fyrir stökk en hér fyrir neðan er hægt að sjá lista með þeim hrossum. Öll hrossin voru sýnd á Íslandi, fyrir utan eitt, Arion fran Artinge.

Til þess að fá glögga mynd af því eftir hverju er verið að leita þegar eiginleikinn er metin er gripið niður í stigunarkvarða einstaklingadóma og lýsing á einkunninni 9,5-10 fyrir stökk er sem hér segir:

Greitt stökk
Stökk skal sýnt á þeim mesta hraða þar sem hesturinn ræður við að ganga í jafnvægi, þar sem hraðaaukning frá hægu upp í mestu ferð er sýnd. Greinileg hraðaaukning í góðu jafnvægi getur vegið til hækkunar á einkunn og eins ef sýnd er jafnvægisgóð niðurhæging. Full sprettlengd er 150 metrar (75 metrar hjá fjögurra vetra hrossum).

9,5 – 10
Taktgott, skrefmikið, afar mjúkt stökk með góðu svifi og miklu gegnumflæði og fjaðurmagni í hreyfingum. Hesturinn hreyfir sig í jafnvægi með háum, léttum hreyfingum og nær mikilli ferð. Hann lyftir sér vel að framan, kreppir afturhlutann og stígur langt inn undir sig. Hesturinn hefur burð í baki og langa og mjúka yfirlínu.

 

Nafn Uppruni í þgf. Sýnandi
Arion Artinge Máni Hilmarsson
Drottning Hjarðarholti Elín Magnea Björnsdóttir
Frami Hjarðarholti Þorgeir Ólafsson
Fróði Brautarholti Hjörvar Ágústsson
Glódís Litla-Garði Hans Þór Hilmarsson
Hannibal Þúfum Mette Camilla Moe Mannseth
Hreyfing Akureyri Þórarinn Eymundsson
Illugi Miklaholti Flosi Ólafsson
Ísabella Stangarlæk 1 Elvar Þormarsson
Rás Vindheimum Bjarni Jónasson

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar