Embla Moey Íslandsmeistari í fjórgangi barna
Embla Moey Guðmarsdóttir er Íslandsmeistari í fjórgangi barna á Skandal frá Varmalæk en sætaröðun dómara þurfti til að skera úr um milli hennar og Dags Sigurðarsonar sem varð í öðru sæti. Í því þriðja varð Elva Rún á Straumi frá Hofsstöðum í Garðabæ með 6,77.
| Sæti | Keppandi | Heildareinkunn |
| 1-2 | Dagur Sigurðarson / Gróa frá Þjóðólfshaga 1 | 6,80 |
| 1-2 | Embla Moey Guðmarsdóttir / Skandall frá Varmalæk 1 | 6,80 |
| 3 | Elva Rún Jónsdóttir / Straumur frá Hofsstöðum, Garðabæ | 6,77 |
| 4-5 | Elísabet Vaka Guðmundsdóttir / Heiðrún frá Bakkakoti | 6,70 |
| 4-5 | Hjördís Halla Þórarinsdóttir / Flipi frá Bergsstöðum Vatnsnesi | 6,70 |
| 6 | Lilja Rún Sigurjónsdóttir / Þráður frá Egilsá | 6,53 |
| 7 | Kristín Eir Hauksdóttir Holake / Ísar frá Skáney | 6,50 |
| 8 | Ragnar Snær Viðarsson / Rauðka frá Ketilsstöðum | 6,33 |
Minningarorð um Ragnar Tómasson
Þýski landsliðshópurinn klár
„Einn sætasti sigur sem ég hef unnið“