Landsmót 2024 “Energí og Trú”

  • 1. júlí 2024
  • Fréttir

Hinrik Bragason og Trú frá Árbakka Mynd: Freydís Bergsdóttir

Niðurstöður úr gæðingaskeiðinu á Landsmóti

Gæðingaskeiðið fór fram í kvöld og var aðeins farið að týnast úr brekkunni enda orðið fremur áliðið og annar langur dagur framundan á morgun. Þetta var sterk keppni og margir flottir sprettir.

Fyrsti sigurvegari Landsmótsins var krýndur en það eru þau Hinrik Bragason og Trú frá Árbakka í gæðingaskeiði. Gæðingaskeiðið er ein af þeim greinum sem bættust við Landsmótið eftir að íþróttagreinunum var bætt við. Þar sem greinin er aukagrein á mótinu er ekki krýndur Landsmótsmeistari.

Hinrik og Trú hafa verið að gera það ótrúlega gott í gæðingaskeiði en þau hófu sinn keppnisferil í fyrra og sýndu strax að þau væru líkleg til árangurs. Þau unnu Reykjavíkurmeistaramótið nú fyrir stutt og vinna nú gæðingaskeiðið á Landsmóti með 8,75 í einkunn.

Í öðru sæti endaði Jakob Svavar Sigurðsson á Erni frá Efri-Hrepp með 8,42 í einkunn og þriðji varð Daníel Gunnarsson á Strák frá Miðsitju með 8,33 í einkunn.

Hér fyrir neðan eru niðurstöðurnar úr gæðingaskeiðinu

Gæðingaskeið PP1 – Fullorðinsflokkur – Meistaraflokkur
Sæti Knapi Hross Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Hinrik Bragason Trú frá Árbakka Fákur 8,75
2 Jakob Svavar Sigurðsson Ernir frá Efri-Hrepp Dreyri 8,42
3 Daníel Gunnarsson Strákur frá Miðsitju Skagfirðingur 8,33
4 Sigurður Vignir Matthíasson Glitnir frá Skipaskaga Fákur 8,13
5 Jóhann Kristinn Ragnarsson Þórvör frá Lækjarbotnum Sprettur 8,04
6 Hans Þór Hilmarsson Frigg frá Jöklu Geysir 7,88
7 Ingibergur Árnason Flótti frá Meiri-Tungu 1 Sörli 7,79
8 Matthías Sigurðsson Magnea frá Staðartungu Fákur 7,50
9 Sanne Van Hezel Völundur frá Skálakoti Sindri 7,46
10 Páll Bragi Hólmarsson Snjall frá Austurkoti Jökull 7,33
11 Hafþór Hreiðar Birgisson Náttúra frá Flugumýri Sprettur 7,13
12 Sigurður Vignir Matthíasson Finnur frá Skipaskaga Fákur 6,88
13 Benedikt Ólafsson Tobías frá Svarfholti Hörður 6,83
14 Bjarni Jónasson Eðalsteinn frá Litlu-Brekku Skagfirðingur 6,71
15 Daníel Gunnarsson Kári frá Korpu Skagfirðingur 5,04
16 Arnar Máni Sigurjónsson Heiða frá Skák Fákur 4,79
17 Hákon Dan Ólafsson Hamarsey frá Hjallanesi 1 Fákur 4,17
18 Jóhann Magnússon Píla frá Íbishóli Þytur 3,75
19 Hanna Rún Ingibergsdóttir Sirkus frá Garðshorni á Þelamörk Geysir 0,75

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar