Hestamannafélagið Geysir Enn bætist í sumardagskrá EiðfaxaTV

  • 3. febrúar 2025
  • Fréttir

Eiríkur Vilhelm Sigurðsson, formaður Hestamannafélagsins Geysis og Magnús Benediktsson framkvæmdastjóri Eiðfaxa

Tveggja ára samningur undirritaður við Hestamannafélagið Geysi

Magnús Benediktsson, framkvæmdastjóri Eiðfaxa og Eiríkur Vilhelm Sigurðsson, formaður Hestamannafélagsins Geysis hafa undirritað samninga til tveggja ára um sýningarrétt frá mótum á vegum félagsins. Hestamannafélagið Geysir hefur um langa hríð verið eitt öflugasta félag landsins í mótahaldi á félagssvæði sínu að Rangárbökkum við Hellu.

Með þessum samningi tryggir EiðfaxiTV sér þrjú alþjóðleg (WR) íþróttamót, Íþróttamót Geysis sem fer fram um mánaðarmótin maí-júní og Suðurlandsmót yngri flokka og Suðurlandsmót Geysis sem fram fara í ágúst. Þess til viðbótar verður sýnt frá Gæðingamóti Geysis sem fram fer þriðju helgina í júní.

Þessi mót bætast við sumardagskrá EiðfaxaTV sem nú er að taka á sig mynd en í síðustu viku var undirritaður samningur við Hestamannafélagið Sleipnir um sýningarréttinn frá mótum sem fram fara á Brávöllum á Selfossi og þar á meðal Íslandsmót fullorðinna og ungmenna sem fer þar fram í sumar.

 

HÉR ER HÆGT AÐ GERAST ÁSKRIFANDI AÐ EIÐFAXA TV

Eiðfaxi TV er aðgengilegt á vefnum, í snjallsímum, Apple TV, Android TV, Google TV og Amazon Fire TV.

Ef einhverjar spurningar vakna eða þú þarft aðstoð vegna kaupa á áskrift þá getur þú sent okkur tölvupóst á help@eidfaxitv.is.

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar