Er ekki kominn tími til..?

  • 21. nóvember 2022
  • Fréttir
Eftir þrjú ár hefjum við aftur göngu framhaldskólamóts í hestaíþróttum!

Umsóknir um þáttöku í nefnd Framhaldsskólamóts í Hestaíþróttum er hafin..

 

Við í nefndinni hvetjum hestafólk í mennta- og framhaldsskólum landsins sem hafa áhuga á keppnum og mótahaldi að sækja um og taka þátt í skemmtilegu starfi með okkur.

 

Í nefndinni kemur saman ungt hestafólk sem stundar nám við mennta- og framhaldsskóla landsins. Við skipuleggjum saman hið árlega Framhaldsskólamót í hestaíþróttum, þar sem allir skólar á landinu taka þátt og etja kappi. Störf nefndarinnar eru fjölbreytt, áhugaverð og skemmtileg! Meðal annars að safna styrkjum, auglýsa og skipuleggja mótið. Við auglýsum því eftir fólki sem hefur áhuga á því að starfa í nefndinni í vetur.

 

Í umsókninni þurfa ykkar helstu upplýsingar að koma fram; 

– fullt nafn

– aldur

– símanúmer

– skóli

– af hverju þið hafið áhuga á að vera í nefndinni

 

Umsóknir þurfa að berast inn fyrir 20 desember næstkomandi á framhskolanefnd@gmail.com eða í Facebook skilaboðum í gegnum síðunna „Framhaldsskólamótið í Hestaíþróttum“

 

Ef einhverjar spurningar vakna, getið þið haft samband í skilaboðum eða sent e-mail á okkur. Ekki vera feimin, við hlökkum til að heyra í ykkur!

 

Framhaldsskólanefndin í hestaíþróttum 2022-2023

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar