Ert þú búin(n) að tryggja þínum stóðhesti félagsskap í sumar?

  • 7. apríl 2021
  • Fréttir

Eldur frá Torfunesi og Sigurbjörn Bárðarson á Ræktunardegi Eiðfaxa 2020. Mynd: Gunnar Freyr.

Skráning í Stóðhestabók Eiðfaxa er í fullum gangi

Nú styttist í lok á skráningarfresti fyrir hina árlegu og sívinsælu Stóðhestabók Eiðfaxa. Nú þegar er búið að skrá rétt um 200 stóðhesta af öllum stærðum og gerðum í Stóðhestabókina 2021 og stefnir því óðfluga í að hún slái fyrri met í stóðhestafjölda og er þá mikið sagt! Stóðhestabókin mun svo koma út á Ræktunardegi Eiðfaxa sem haldinn verður í Víðidalnum laugardaginn 8. maí. Er óhætt að lofa einstöku gæðingavali sem þar verður til sýnis, allt frá þaulreyndum og margverðlaunuðum stóðhestum til ungra og efnilegra ræktunarhrossa sem eiga framtíðina fyrir sér.

Hægt er að skrá stóðhesta í Stóðhestabókina með því að senda póst á eidfaxi@eidfaxi.is. Best er að senda um leið þær upplýsingar sem eiga að fylgja viðkomandi hesti í bókinni. Þær eru:

  • Mynd af hestinum í góðum gæðum (tryggja að leyfi ljósmyndara á notkun liggi fyrir)
  • Notkunarupplýsingar (nafn, sími og netfang þess sem gefur upplýsingar um notkun)
  • Stutt lýsing (50-60 orð) eða auka mynd ef menn vilja
  • Logo hests/ræktunarbús ef menn vilja
  • Tengill á vefsíðu/myndband ef menn vilja

Stóðhestabókin kemur einnig út á rafbókarformi og verður því aðgengileg í öllum snjalltækjum auk þess sem rafbókarformið býður upp á frábæra möguleika að bæta inn tenglum inn á vefsíður og/eða myndskeið af hestum.

Heilsíðuauglýsing fyrir stóðhest í bókinni kostar 40.000 kr. +vsk og skráningarfrestur er til föstudagsins 16. apríl nk. Tryggðu þínum stóðhesti skemmtilegan félagsskap í sumar og skráðu hann í Stóðhestabók Eiðfaxa 2021!

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<