Fannar í 1.verðlaun fyrir afkvæmi

  • 2. desember 2019
  • Uncategorized @is
Fleiri stóðhestar bætast í hóp þeirra sem afkvæmaverðlaun hljóta á erlendri grundu

Fannar frá Kvistum hefur nú hlotið 1.verðlaun fyrir afkvæmi en hann er, eins og fleiri sem hlotið hafa afkvæmaverðlaun upp á síðkastið, staðsettur í Þýskalandi. Fannar með 125 stig í aðaleinkunn kynbótamatsins og á 23 dæmd afkvæmi.

Fanner er fæddur árið 2003 og er því 16.vetra. Hann er undan Nagla frá Þúfu í Landeyjum og Frigg frá Heiði. Frigg á níu dæmd afkvæmi og er Fannar hæst dæmdur þeirra.

Fannar var fluttur til Þýskalands einungis veturgamall en ræktandi hans er Kvistir ehf. en eigandi er Maria-Magdalena Siepe-Gunkel. Fannar kom fyrst til kynbótadóms fjögurra vetra gamall, hlaut hann þá fyrir sköpulag 8,08, fyrir hæfileika 7,81 og í aðaleinkunn 7,92. Var hann þá sýndur sem klárhestur og hlaut m.a. einkunnina 9,0 fyrir stökk og hægt stökk, sýnandi var Dirk Landefeld.  Hann hlaut sín hæsta dóm árið 2010, þá sjö vetragamall, þá sýndur af Frauke Schenzel. Hlaut hann þá fyrir sköpulag 8,31, fyrir hæfileika, 8,93 og í aðaleinkunn 8,93. Hlaut hann m.a. einkunnina 9,5 fyrir fegurð í reið og 9,0 fyrir samræmi, fótagerð, tölt, brokk, stökk, vilja og geðslag og hægt stökk.

Mynd sem fylgir fréttinni er fenginn af heimasíðu Fannars http://www.fannar.de/

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar