Meistaradeild KS í hestaíþróttum Fimmganginum frestað vegna veðurs

  • 20. mars 2024
  • Tilkynning
Tilkynning frá stjórn Meistaradeildar KS

Tekin hefur verið sú ákvörðun að fresta fimmgangsmótinu sem átti að fara fram á föstudaginn vegna slæmrar veðurspár en þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn Meistaradeildar KS í hestaíþróttum.

„Þar sem sumir keppendur eru að koma langt að og útlit fyrir lítið sem ekkert ferðaveður og aðstæður fyrir mót ekki góðar, mun fimmgangurinn færast til miðvikudagsins 3.apríl þegar átti að keppa í T2 og T2 mun fara fram að kvöldi 20.apríl eftir að skeiði líkur á Hólum í Hjaltadal,“ kemur jafnframt í tilkynningunni en ákvörðunin var tekin í samráði við knapa deildarinnar.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar