„Fjölbreytni í þjálfun hesta“

  • 18. mars 2024
  • Tilkynning
Sýnikennsla 3. árs nema við Háskólann á Hólum verður í reiðhöllini á Akureyri

Sýnikennsla 3. árs nema við Háskólann á Hólum verður í reiðhöllini á Akureyri, laugardaginn 23. mars. Yfirskrift sýningarinnar er „Fjölbreytni í þjálfun hesta.“

„16 reiðkennaraefni hestafræðideildar Háskólans á Hólum hafa í námi sínu skoðað, gert tilraunir og leikið sér með ótal þjálfunarleiðir hesta. Þau hafa með vinnu sinni öðlast víðtæka þekkingu á mismunandi aðferðum í uppbyggingu hesta, hvernig viðhalda skal gleði og samstarfsvilja á sama tíma og hesturinn styrkist og eflist.

Einstakt tækifæri til að fá nýjar hugmyndir, þróa með því eigin færni, auka þekkingu og efla samstarfið við hestinn. Spennandi sýnikennsla með ólíkar hestgerðir. Verið tilbúin fyrir töltgæði, frábæra skeiðspretti, hjartsláttarmælingar, slaktaumatölt, frjálsa vinnu frá jörðu (liberty work) og margt fleira.

Húsið opnar kl. 14:30 og sýnikennslan hefst kl. 15:00. Við hlökkum til að sjá ykkur,“ segir í tilkynningu frá 3. árs nema við Háskólann á Hólum.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar