Eiðfaxi TV Fjórði þáttur af „Á mótsdegi“ kemur út í kvöld

  • 23. mars 2025
  • Sjónvarp Fréttir
Ásta Björk fylgir eftir Jakobi Svavari Sigurðssyni þegar hann keppir í gæðingalist í Meistaradeildinni.

Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum fór fram föstudaginn 14.mars og var keppt í gæðingalist.

Eiðfaxi TV sýnir beint frá Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum ásamt því að gefa út annað efni tengt deildinni. Í kvöld kl 20:00 kemur út fjórði þáttur í þáttaröðinni Á MÓTSDEGI.

Þættirnir gefa áhorfendum innsýn í það hvernig það er að vera keppandi í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum, hvað felst í undirbúningi og hvernig mótsdagurinn lítur út frá sjónarhóli keppendans.

Í þetta skiptið fylgdi Ásta Björk Friðjónsdóttir, þáttarstjórnandi, eftir Jakobi Svavari Sigurðssyni en hann keppti á Hrefnu frá Fákshólum en Jakob hefur verið sigursæll í greininni og er sá knapi sem unnið hefur gæðingafimi oftast í Meistaradeildinni.

Ekki missa af þessum þætti og svo miklu meira til á www.eidfaxitv.is og tryggðu þér áskrift. Enskur og þýskur texti í boði.

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar