Fjórgangur V2 – Valmenn – Skráningu lýkur í kvöld

  • 28. maí 2020
  • Fréttir

Nú er komið að fyrsta móti Léttismanna á Akureyri og verður það haldið  þriðjudaginn 2.júní. Hefst mótið kl. 18:00.

Keppt verður í

V2 – Barnaflokkur

V2 – Unglingaflokkur

V1 – Ungmennaflokkur

V2 – 2.flokkur

V1 – 1.flokkur

Skráning er hafin á https://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add og lýkur skráningu á miðnætti, fimmtudaginn 28.maí. Skráningargjald er 3000 kr. fyrir hvern skráðan hest.

Skeiðvallanefnd áskilur sér rétt á að fella niður flokka ef þátttaka er ekki næg.

Keppendur eru beðnir að skoða vel hvort knapi og hestur eru að keppa fyrir rétt félag. Ef ekki vinsamlega sendið póst á ath@raftakn.is  til leiðréttingar, gott er að skrá sig með fyrirvara svo hægt sé að leiðrétta skráningarnar í tíma. Afskráningar þurfa að berast á ath@raftakn.is  að lágmarki klukkutíma áður en grein hefst. Mótstjóri er Andrea Þorvaldsdóttir s. 8646430.

 

Aðalstyrktaraðili mótsins er Trésmíðaverkstæðið Valmenn ehf.

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<