Flosi Ólafsson Íþróttamaður Borgfirðings

  • 22. nóvember 2024
  • Fréttir
Ræktendur og knapar verðlaunaðir

Uppskeruhátíð Borgfirðings var haldin í gærkvöldi þar sem verðlaunaðir voru knapar ársins og ræktendur kynbótahrossa. Stjórn Borgfirðings vill koma sérstökum þökkum á framfæri til Líflands, sem gaf veglegar gjafir, og Alendis, sem klipptu saman myndbönd fyrir tilefnið.

Flosi Ólafsson var útnefndur knapi ársins í opnum flokki sem og Íþróttamaður Borgfirðings. Flosi átti gott tímabil á gæðingunum Röðli frá Haukagili í Hvítársíðu, Védísi frá Haukagili í Hvítarsíðu, Steinari frá Stíghúsi og Loga frá Valstrýtu. Hann var m.a. í úrslitum bæði í tölti bæði á Lands- og Íslandsmóti á Röðli, efstur forkeppni í A-flokki á úrtöku Borgfirðings á Védísi og í úrslitum á Reykjavíkurmeistaramóti í fimmgangi á Steinari.

Ræktunarbú ársins var útnefnt Leirulækur. Þar stunda hrossarækt þau Guðrún Sigurðardóttir og Sigurbjörn Jóhann Garðarsson. Alls voru sýnd fimm hross úr ræktun þeirra í ár og þar á meðal stórgæðingarnir Þórskýr og Væta.

Stigahæstu knapar.
Barnaflokkur, Svandís Svava Halldórsdóttir
Unglingaflokkur, Kristín Eir Hauksdóttir
Ungmennaflokkur, Katrín Einarsdóttir
Áhugamannaflokkur, Ámundi Sigurðsson
Opinn flokkur, Flosi Ólafsson

Efstu kynbótahross.

Hryssur
4.v Brynja frá Nýjabæ a.e 8.19
ræktandi Heiða Dís Fjeldsted
5.v hryssur Gná frá Leirulæk a.e 8.22
Ræktandi Guðrún Sigurðardóttir
6.v Stikla frá Stóra Ási a.e 8.60
Ræktandi Lára Kristín Gísladóttir
7v. Hnota frá Þingnesi a.e 8.22
Ræktendur Þorsteinn Eyjólfsson og Valdís Valgarðsdóttir
Stóðhestar
4. Grímur frá Ölvaldsstöðum a.e 7.88
Ræktandi Þórdís Fjeldated
5.v Þórskýr frá Leirulæk a.e 8.66
Ræktandi Sigurbjörn Garðarsson
6.v Hrafn frá Oddstöðum a.e 8.71
Ræktandi Sigurður Oddur Ragnarson
7.v Tindur frá Árdal a.e 8.57
Ræktandi Ómar Pétursson

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar