Folaldasýning Geysis

  • 20. mars 2024
  • Tilkynning

Folaldasýning Geysis verður haldin sunnudaginn 24. mars næstkomandi í Skeiðvangi á Hvolsvelli.

Sýningin byrjar kl 13:00 en eigendur folalda eru beðnir að mæta um 12:15.

Dæmt verður í flokki hestfolalda og merfolalda og verða einnig veitt verðlaun fyrir efnilegasta folaldið að mati áhorfenda.

Siggi Valur teiknari gefur verðlaun fyrir folald sýningarinnar.

Folaldasýningin er opin öllum og fer skráning fram á hmfgeysir@gmail.com.

Við skráningu þarf að koma fram nafn folalds, litur, móðir, faðir, ræktandi og eigandi. Skráningargjald er 2500 krónur, millifært á reikningsnúmer 0308-13-300607 og kt.570169-4089.

Senda þarf kvittun á hmfgeysir@gmail.commeð nafni folalds sem skýringu.

Skráningu lýkur föstudaginn 22. mars.

Vonumst til að sjá sem flesta!

Skemmtinefnd Geysis

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar