Folaldasýning Sörla – laugardaginn 29.mars !

Við skráningu þarf að koma fram nafn folalds, litur, móðir, faðir, ræktandi og eigandi.
Skráningargjald: 5000kr, millifært á reikning 0545-26-3615, kt.640269-6509, senda kvittun á topphross@gmail.com.
Dómari: Jón Vilmundarson.
Veitingasala á staðnum – Stebbukaffi. Komið klædd eftir veðri, getur orðið kalt í höllinni og ekki hægt að fara á efri hæð.
Folatollauppboðið verður á sínum stað og höfum við fengið tolla undir frábæra stóðhesta.
Dagskrá:
12:00 byrjum við á merfolöldum og hestfolöldin verða svo sýnd í beinu framhaldi.
Folatollauppboð
Úrslit í flokki merfolalda og hestfolalda. Glæsilegasta folald sýningarinnar fær hinn glæsilega Þjórsárbakkabikar.
Við biðjum eigendur folalda að mæta stundvíslega, ekki seinna en 11:30.
Ath. ekki er hægt að fara með folöldin úr höllinni fyrr en að sýningu lokinni.
Hlökkum til að sjá ykkur !
Kynbótanefnd