Færeyjar Fósturvísar úr færeyskum hryssum settar í íslenskar hryssur

  • 28. nóvember 2023
  • Fréttir

Færeyskur hestur

Tilraun til að fjölga í færeyska hrossastofninum sem er í útrýmingarhættu

Í mörg ár hefur færeyska hestasambandið (Felagið føroysk ross) unnið hörðum höndum að því að bjarga færeyska hestakyninu sem er í útrýmingarhættu. Til að varðveita tegundina telur sambandið þurfa breytta löggjöf í Færeyjum og aukið fjármagn til þess að hægt sé að bjarga tegundinni með stýrðri ræktun.

Samtökin hafa barist fyrir breyttri löggjöf sem ekki hefur borið árangur og hafa samtökin því beint spjótum sínum annað. Samtökin fór í það að vekja athygli á hestakyninu og stöðu þess utan Færeyja. Það hefur skilað árangri en félagið fékk nýlega fjárhagslegan styrk sem verður nýttur í að búa til heimildarmynd um færeyska hestakynið og einnig verður það sett í ræktunarverkefni.

Verkefnið felur í sér að tíu íslenskar hryssur verða fluttar frá Danmörku til Færeyja. Tíu færeyskar hryssur verða fyljaðar með færeyskum stóðhesti og fósturvísar þeirra verða fluttar í íslensku hryssurnar. Íslensku hryssurnar verða síðan fluttar aftur til Danmörku.

Þessi ræktunaráætlun er enn í þróun og viðurkennir sambandið að þetta verði hægt ferli og muni taka tíma. Ástæðan fyrir því að þessi leið er farin er sú að markaðurinn í Færeyjum er of lítill en í fyrra fæddust þrjú ný folöld í hrossastofni sem telur 89 einstaklinga. Skortur er á viðunandi löggjöf en í dag er ómögulegt að flytja færeyska hross til annarra landa, jafnvel þó það geti stuðlað að fjölgun stofnsins. Samkvæmt færeyskum lögum má ekki flytja færeyska hestinn frá Færeyjum. Íslensk hross fá hins vegar vegabréf og geta því verið flutt úr landi. Aukinn áhugi hefur verið á færeyska hestinum erlendis frá og vonast samtökin til að svona verði hægt að fara rækta færeyska hestinn í Danmörku og þannig geta færeysku hrossin fengið vegabréf og áhugaverðir kaupendur, utan Færeyja, eignast færeysk hross.

Meira um málið inn á vef færeyska hestasambandsins.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar