Frábær árangur yngri knapa í flugskeiði
Verðlaunaafhending i 100 metra skeiði ungmenna á Íslandsmóti
Það er engu til logið þegar því er haldið fram að framtíðarknapar okkar geti hleypti til skeiðs. Knapar í ungmenna- og unglingaflokki náðu fágætum tímum í 100 metra skeiði í ár og eru engu til logið þegar því er haldið fram að þau gefi eldri knöpum ekkert eftir.
Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir á besta tíma ársins í ungmennaflokki á hryssunni Ylfu frá Miðengi, 7,34 sekúndur en til viðbótar fóru 8 aðrir knapar í ungmennaflokki undir 8 sekúndum, sem telst ansi gott.
Dagur Sigurðarson á besta tíma ársins í unglingaflokki en hann er 7,36 sekúndur á hryssunni Trommu frá Skúfslæk. Þess til viðbótar náðu 8 unglingar þeim árangri að fara undir 8 sekúndum.

Dagur Sigurðarson og Tromma frá Skúfslæk
Hér fyrir neðan má sjá lista þeirra 10 efstur í hvorum flokki fyrir sig.
Ungmennaflokkur
| Nr. | Knapi | Hross | Tími |
| 1 | Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir | Ylfa | 7,34 |
| 2 | Jón Ársæll Bergmann | Rikki | 7,37 |
| 3 | Kristófer Darri Sigurðsson | Gnúpur | 7,67 |
| 4 | Kristján Árni Birgisson | Krafla | 7,71 |
| 5 | Þórey Þula Helgadóttir | Þótti | 7,72 |
| 6 | Þórgunnur Þórarinsdóttir | Gullbrá | 7,73 |
| 7 | Benedikt Ólafsson | Leira-Björk | 7,78 |
| 8 | Þorvaldur Logi Einarsson | Skíma | 7,86 |
| 9 | Sigurður Baldur Ríkharðsson | Hrafnkatla | 8,20 |
| 10 | Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson | Gná | 8,25 |
Unglingaflokkur
| Nr. | Knapi | Hross | Tími |
| 1 | Dagur Sigurðarson | Tromma | 7,36 |
| 2 | Matthías Sigurðsson | Straumur | 7,42 |
| 3 | Lilja Rún Sigurjónsdóttir | Frekja | 7,62 |
| 4 | Sara Dís Snorradóttir | Djarfur | 7,66 |
| 5 | Herdís Björg Jóhannsdóttir | Þórvör | 7,79 |
| 6 | Kristín Eir Hauksdóttir Holake | Þórfinnur | 7,93 |
| 7 | Friðrik Snær Friðriksson | Lukka | 7,96 |
| 8 | Matthías Sigurðsson | Magnea | 7,99 |
| 9 | Embla Lind Ragnarsdóttir | Kleópatra | 8,16 |
| 10 | Ragnar Bjarki Sveinbjörnsson | Gjóska | 8,22 |
Minningarorð um Ragnar Tómasson
Afrekssjóður styrkir ungmenni á HM