Frábærar viðtökur og síðustu sýningar

  • 25. mars 2025
  • Tilkynning
Síðustu forvöð að sjá Sigurvilja í kvikmyndahúsum

Sigurvilji, heimildamynd um Sigurbjörn Bárðarson afreksíþróttamann, hefur fengið frábærar viðtökur bíógesta um land allt en myndin hefur verið sýnd í Laugarásbíói, Bíóhúsinu á Selfossi, Króksbíói á Sauðárkróki og í Sambíóunum á Akureyri.

Nú eru síðustu forvörð að sjá þessa áhrifaríku mynd á stóra tjaldinu áður en sýningum lýkur. Lokasýningar verða í Laugarásbíói á miðvikudag og sunnudag og í Bíóhúsinu á Selfossi á fimmtudag og sunnudag.

Sigurvilji varpar ljósi á mikinn sigurvegara, dýravin og baráttumann sem hefur áratugum saman verið í fremstu röð af eigin verðleikum. Saga Sigurbjörns er stórbrotin og hefur veitt mörgum innblástur til að láta ekki deigan síga og gefast ekki upp þótt á móti blási. Myndin höfðar vel til hestaáhugafólks en einnig til allra þeirra sem hafa áhuga á samferðamönnum og áhugaverðum sögum.

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar