Fræðsluerindi um fóðrun og stoðkerfi hrossa

  • 9. janúar 2023
  • Tilkynning
Fræðsluerindið er í reiðhöllinni á Flúðum

Miðvikudaginn 11. janúar kl. 19:00 munu Einar Ásgeirsson, fóðurfræðingur, og Tanja Rún Jóhannsdóttir, dýralæknir, vera með fræðsluerindi um fóðrun og stoðkerfi hrossa í reiðhöllinni á Flúðum.

Einar mun fara yfir fóðrun hrossa, hvað þarf að hugsa um þegar kemur að fóðrun hrossa á húsi og hvernig við byggjum upp hestinn sem íþrótta“mann“ en Einar er fóðurfræðingur að mennt og starfar sem slíkur hjá Fóðurblöndunni. Hann kláraði BS. nám í hestafræðum við LbhÍ og Háskólann á Hólum og meistaranám í fóðurfræði við Landbúnaðarháskóla Svíþjóðar, SLU.

Tanja mun fjalla í grófum dráttum um uppbyggingu stoðkerfisins og hvernig við vinnum að því að styrkja hestinn og ná fram afköstum án þess að valda honum skaða. Tanja hefur einnig lokið BS. námi í hestafræði við LbhÍ og Háskólann á Hólum og meistaranámi í fóðurfræði við Sænska Landbúnaðarháskólann en hún lauk einnig dýralæknanámi við dýralæknaháskólann í Kosice, Slóvakíu. Hún starfar nú sem dýralæknir hjá dýralæknum Sandhólaferju.

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar