Framtíð kynbótahrossa á Landsmótum?

  • 9. maí 2023
  • Fréttir
Myndaður hefur verið starfshópur til að ræða og móta framtíð kynbótasýninga á Landsmótum

Á haustráðstefnu Fagráðs í hrossarækt í nóvember voru haldnar vinnustofur um þátttöku kynbótahrossa á Landsmótum. Margar hugmyndir komu fram og hægt er að sjá umfjöllun um niðurstöður þessara vinnuhópa HÉR.

Stjórn deildar hrossabænda innan Bændasamtaka Íslands hefur nú myndað starfshóp sem á að vinna áfram með þessar niðurstöður. Í hópnum eru þau Eysteinn Leifsson, Elvar Þormarsson, Eyrún Ýr Pálsdóttir, Gísli Gíslason, Guðmundur Sveinsson og Helga Una Björnsdóttir.

“Þessi hópur er myndaður í framhaldi af því sem fjallað var um á ráðstefnunni í haust. Við erum að fara yfir þátttöku kynbótahrossa að Landsmótum, hvort við viljum breyta einhverju innan kerfisins sem er í dag eða gera eitthvað allt annað. Við erum að skoða allt sem tengist kynbótasýningunum á mótinu. Vallaraðstæður, dómarar, fjöldi hrossa, kynningar á hrossunum, afkvæmasýningar o.fl. Við munum síðan leggja fram tillögur okkar til stjórnar deildar hrossabænda í BÍ og vonandi halda þær áfram á borð Fagráðs,” segir Eysteinn formaður hópsins en starfshópurinn á að skila af sér 15. júní.

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar