Framundan í vikunni

Það er nóg um að vera í hestamennskunni og er þessi vika engin undantekning. Eiðfaxi ætlar að setja hér niður helstu viðburði vikunnar. Ef þú manst eftir einhverjum fleirum máttu endilega benda okkur á það.
Mánudagur 31. mars
- Hallarmót Háfeta og Ljúfs
Þriðjudagur 1. apríl
- Fræðslukvöld Ljúfs með dýralæknunum Helgu Björt Bjarnadóttur og Katrin Wagner
Miðvikudagur 2. apríl
- Blue Lagoon mótaröðin heldur áfram en nú verður keppt í gæðingakeppni. Mótið verður sýnt í beinni í opinni dagskrá á EiðfaxaTV, Sjónvarpi Símans og Vodafone.
- Götuleikar Dreyra þar sem keppt er í tvígangi.
Fimmtudagur 3. apríl
- Opið páskatölt Grana á Mið-Fossum Borgarfirði
- Slaktaumatölt í 1. deildinni
Föstudagur 4. apríl
- Lokamót Meistaradeildar Líflands í hestaíþróttum en keppt verður í tölti og skeiði í gegnum húsið. Mótið hefst kl. 18:00 og fer fram í HorseDay höllinni. Mótið verður einnig sýnt í beinni á EiðfaxaTV.
Laugardagur 5. apríl
- Lokamót Áhugamannadeildar Norðurlands en keppt verður í tölti í reiðhöllinni á Akureyri. Mótið byrjar kl. 13:00 og verður einnig sýnt í beinni í opinni dagskrá á EiðfaxaTV, Sjónvarpi Símans og Vodafone.
- Stóðhestaveisla Eiðfaxa og Coca Cola. Veislan hefst kl. 18:00 og verður í HorseDay höllinni.