Framundan í vikunni

  • 21. apríl 2025
  • Fréttir
Það er nóg um að vera í vikunni en restin af innanhúsdeildunum eru að klára sín mót í dag

Það er nóg um að vera í hestamennskunni og er þessi vika engin undantekning. Eiðfaxi ætlar að setja hér niður helstu viðburði vikunnar. Ef þú manst eftir einhverjum fleirum máttu endilega benda okkur á það.

Mánudagur 21. apríl
  • Opið Páskatölt Dreyra á Æðarodda, Akranesi.
Þriðjudagur 22. apríl
  • Lokamót Suðurlandsdeildarinnar er keppt verður í tölti og skeiði í Rangárhöllinni á Hellu. Mótið verður einnig sýnt í beinni á EiðfaxaTV.
Fimmtudagur 24. apríl
Föstudagur 25. apríl
  • Næst síðasta mótið í Samskipadeildinni, Áhugamannadeild Spretts, en keppt verður í tölti í Samskipahöllinni. Mótið verður einnig sýnt í beinni á EiðfaxaTV.
  • Komið er að slaktaumatölti í Meistaradeild KS í Svaðastaðareiðhöllinni á Sauðárkróki.
  • Lokamót Uppsveitadeildarinnar þar sem keppt verður í tölti og skeiði.
Laugardagur 26. apríl
  • Lokamót Samskipadeildarinnar, Áhugamannadeildar Spretts, en keppt verður í gæðingaskeiði. Mótið verður einnig sýnt í beinni á EiðfaxaTV.
  • Keppt verður í gæðingaskeiði í 1. deildinni en þetta er jafnframt lokamót deildarinnar.
  • Skeiðmót KS deildarinnar þar sem keppt verður í gæðingaskeiði og 150 m. skeiði
  • Norðlenska hestaveislan er um kvöldið í reiðhöll Léttis á Akureyri.
Sunnudagur 27. apríl
  • Vormót Mána á Mánagrund í Keflavík.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar